„Feðraveldið er að míga í brækurnar“

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg.
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. AFP

Björn Ulvaeus, einn þeirra sem skipuðu ABBA, hljómsveitina vinsælu og dáðu frá Svíþjóð, kemur loftslagsaðgerðasinnanum Gretu Thunberg til varnar í myndskeiði. Hann segir að feðraveldið sé að „míga í brækurnar“ af hræðslu við Gretu.

Björn segir Gretu búa yfir ofurkrafti, hún sé martröð popúlískra stjórnmálamanna.  Hann segist ekki skilja hvaðan reiðin, sem beinst hefur gegn henni, spretti. „Hvernig er hægt að leggjast svo lágt að gagnrýna hvernig barn lítur út? Þetta er ung stúlka. Ástæðan er að það eru engin haldbær rök gegn því sem hún segir,“ segir Björn í myndskeiðinu.

Hann segist sannfærður um að rithöfundinum Astrid Lindgren hefði þótt mikið til Thunberg koma. „Hún er eins og Lína Langsokkur; hrein og bein og hún notar húmor til að bregðast við gagnrýni.“

„Jafnvel þó að þú sért ekki sannfærður um að allt það sem hún segir sé hafið yfir allan vafa, þá er ekki annað hægt en að dást að hugrekki hennar og einbeitni. Það er sögulegt afrek að hafa skapað alþjóðlega fjöldahreyfingu á svona skömmum tíma,“ segir Björn í myndskeiðinu.

Myndskeiðið má nálgast á vefsíðu írska dagblaðsins The Irish Times

ABBA. Björn er lengst til hægri á myndinni, hin heita …
ABBA. Björn er lengst til hægri á myndinni, hin heita Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad og Agnetha Faltskog. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert