Leigubíll ók á mótmælendur í Hong Kong

Ökumaður leigubíls keyrði niður mótmælendur í Hong Kong í dag. Mótmælin sem hafa nú staðið yfir í tæpar 18 vikur, verða sífellt ofbeldisfyllri. 

Lög­regl­a beitti tára­gasi gegn grímu­klædd­um mót­mæl­end­um í morg­un eft­ir að tugþúsund­ir manns mót­mæltu grímu­banni yf­ir­valda sem er hluti neyðarlaga sem sett voru í fyrra­dag. 

Samvæmt CNN er atvikið með leigubílinn eitt það blóðugasta síðan mótmælin hófust. Bílinn ók inn í hóp mótmælenda og tók skarpa beygju til vinstri. Á ljósmyndum má sjá mann liggja við hlið leigubílsins á meðan múgur sparkar í hann. Samkvæmt lögreglu var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar honum var bjargað frá margmenninu, en aðdragandi atviksins er óljós. 

Ökumaður leigubílsins fær aðhlynningu. Hann var meðvitundarlaus þegar honum var …
Ökumaður leigubílsins fær aðhlynningu. Hann var meðvitundarlaus þegar honum var bjargað frá múginum. AFP

Samkvæmt heilbrigðismálayfirvöldum í borgríkinu voru fjórir fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir atvikið. Einn var með minniháttar áverka en fjórir eru þungt haldnir, þeirra á meðal ökumaður leigubílsins.

Upphaf mótmælanna má rekja til laga­frum­varps sem heim­ila átti framsal meintra brota­manna til meg­in­lands Kína. Þau þróuðust síðan í ákall eftir auknum lýðræðis­umbótum og að kín­versk stjórn­völd létu sjálfs­stjórn­ar­borg­ina af­skipta­lausa. Mót­mæl­in náðu nýj­um hæðum á mánu­dag­inn, þegar 70 ára af­mæli alþýðulýðveld­is­ins Kína var fagnað.

Mótmælandi fær aðhlynningu eftir að leigubíll keyrði niður hóp mótmælenda.
Mótmælandi fær aðhlynningu eftir að leigubíll keyrði niður hóp mótmælenda. AFP

Mótmælin í dag voru ekki heimiluð af yfirvöldum og beitti lögregla táragasi og piparúða til að sundra mótmælendahópinn. Sumir köstuðu múrsteinum og bensínsprengjum og voru nokkrir handteknir.

Mótmælendur unnu mikil skemmdarverk á leigubílnum.
Mótmælendur unnu mikil skemmdarverk á leigubílnum. AFP
Ökumaður leigubílsins fær aðhlynningu.
Ökumaður leigubílsins fær aðhlynningu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert