Eftirmynd Thunberg hengd fram af brú í Róm

Brúða í líki sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg var hengd fram …
Brúða í líki sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg var hengd fram af brú í Róm í nótt og blasti þar við í morgunsárið. Ljósmynd af Twitter

Lögreglan í Róm á Ítalíu hefur hafið rannsókn vegna alvarlegra hótana, eftir að eftirmynd sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg var hengd fram af brú í borginni með snöru um hálsinn.

Þar blasti brúðan við vegfarendum í morgun, með tvær langar fléttur, og á hana var ritað „Greta er ykkar guð“ á enskri tungu.

Ítalskir stjórnmálamenn hafa fordæmt uppátækið. Virginia Raggi borgarstjóri Rómar sagði á Twitter-síðu sinni að Róm sýndi Thunberg-fjölskyldunni stuðning vegna málsins.

Nicola Zingaretti, leiðtogi ítalskra sósíaldemókrata hefur sömuleiðis fordæmt atvikið og kallar það „viðbjóðslegt ofbeldi“.

Greta Thunberg. Lögreglan í Róm á Ítalíu hefur hafið rannsokn …
Greta Thunberg. Lögreglan í Róm á Ítalíu hefur hafið rannsokn á málinu, sem talið er fela í sér alvarlega hótun gagnvart sænsku unglingsstúlkunni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert