Gæti skapað eldfimt ástand, segir Lavrov

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, var­ar við því að ákvörðun Banda­ríkja­stjórn­ar um að draga herlið sitt frá norður­hluta Sýr­lands gæti skapað „eld­fimt ástand“ á þessu svæði.

Banda­rísk­ar her­sveit­ir hafa þegar haf­ist handa við að flytja her­sveit­ir sín­ar frá svæðinu sem ligg­ur að landa­mær­um Sýr­lands og Tyrk­lands. Með því er greið leið fyr­ir Tyrki að ráðast gegn Kúr­d­um við landa­mær­in. Í gær hótaði Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, Tyrkj­um því að rústa efna­hags­lífi þeirra, gengju þeir lengra en eðli­legt væri.

Kúr­d­ar „eru ótta­slegn­ir“ vegna þeirra til­kynn­inga sem komið hafa frá Hvíta hús­inu og ótt­ast að ástandið verði eld­fimt í kjöl­far mis­vís­andi skila­boða, sagði Lavr­ov. „Koma verður í veg fyr­ir þetta með öll­um til­tæk­um ráðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert