Dómari segir Trump hafa brotið lög

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

Dóm­ari við al­rík­is­dóm­stól í Banda­ríkj­un­um komst að þeirri niður­stöðu í dag að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefði brotið gegn al­rík­is­lög­um þegar hann lýsti yfir neyðarástandi fyrr á þessu ári til þess að geta notað millj­arða doll­ara til þess að reisa vegg á landa­mær­um lands­ins að Mexí­kó. Frá þessu er greint á frétta­vef NBC-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

Fram kem­ur í frétt­inni að niðurstaðan sé sig­ur fyr­ir El Paso-sýslu í Texas-ríki og sam­tök­in Bor­der Network for Hum­an Rights, sem bar­ist hafa gegn því að vegg­ur­inn yrði reist­ur, sem höfðuðu málið fyr­ir dóm­stóln­um á þeim for­send­um að ekki væri laga­heim­ild fyr­ir því að verja meira fé til veggj­ar­ins en Banda­ríkjaþing hefði samþykkt.

AFP

Trump óskaði eft­ir 5,7 millj­örðum króna í janú­ar til þess að reisa vegg­inn en þingið samþykkti aðeins tæp­lega 1,4 millj­arða. For­set­inn lýsti yfir neyðarástandi í fe­brú­ar og fyr­ir­skipaði að fjár­magn sem eyrna­merkt hafði verið fyr­ir fram­kvæmd­ir á veg­um banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins yrði þess í stað notað til þess að reisa vegg­inn.

Dóm­ar­inn Dav­id Bri­o­nes komst að þeirri niður­stöðu að Trump hefði brotið gegn ákvæði í fjár­lög­um þar sem seg­ir að ekki sé heim­ilt að nota annað fjár­magn til þess að reisa landa­mæra­vegg­inn. Gert er ráð fyr­ir að rík­is­stjórn­in áfrýji dómn­um.

Dóm­ur­inn kem­ur ekki í veg fyr­ir að 2,5 millj­arðar króna af fé varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, sem nota átti til þess að berj­ast gegn fíkni­efna­smygli, verði notaðir í vegg­inn en Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hafnaði því fyrr á þessu ári að koma í veg fyr­ir að það fé yrði notað í fram­kvæmd­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert