Fallhlífarstökkvari festist í ljósastaur

AFP

Fallhlífarstökkvari, sem tók þátt í hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Spánar í Madrid höfuðborg landsins, lenti í vandræðum í dag þegar hann festist í ljósastaur.

Maðurinn, Luis Fernando Pozo, sveif til jarðar með stóran spænskan fána festan við sig. Tók hann nokkrar sveigjur en flæktist síðan í ljósastaurnum þegar hann hugðist lenda.

Filippus Spánarkoningur var á meðal þeirra fjölmörgu sem urðu vitni að erfiðleikum Pozos. Pozo slapp ómeiddur en þurfti aðstoð við að komast niður úr ljósastaurnum.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert