Fallhlífarstökkvari, sem tók þátt í hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Spánar í Madrid höfuðborg landsins, lenti í vandræðum í dag þegar hann festist í ljósastaur.
Maðurinn, Luis Fernando Pozo, sveif til jarðar með stóran spænskan fána festan við sig. Tók hann nokkrar sveigjur en flæktist síðan í ljósastaurnum þegar hann hugðist lenda.
Filippus Spánarkoningur var á meðal þeirra fjölmörgu sem urðu vitni að erfiðleikum Pozos. Pozo slapp ómeiddur en þurfti aðstoð við að komast niður úr ljósastaurnum.
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.