Átta létust í byssubardaga glæpamanna og lögreglu

Sundurskotinn bíll í borginni þar sem átökin stóðu yfir í …
Sundurskotinn bíll í borginni þar sem átökin stóðu yfir í sex klukkustundir. AFP

Að minnsta kosti átta manns létust og 16 særðust í átökum milli öryggissveita lögreglunnar í Mexíkó og glæpa­manna Sinaloa-eit­ur­lyfja­geng­is­ins í borg­inni Culiacán í gær, eft­ir að leiðtogi geng­is­ins var handtekinn. Leiðtoginn Ovidio Guzm­an er sonur Joaquin Guzm­an, sem oft­ast er kallaður „El Chapo“ eða „sá stutti“ situr í fangelsi í Bandaríkjunum vegna eiturlyfjasmygls og peningaþvættis. 

Einn borgari og sjö lögreglumenn létust í byssubardaganum sem varði í sex klukkustundir í gær. Skot­b­ar­dagi braust út við fanga­geymsl­una þar sem Guzm­an var haldið. Örygg­is­sveit­irn­ar nutu aðstoðar hers­ins í átök­un­um. Lögreglan neyddist til að leysa soninn úr haldi vegna árásar glæpamannanna á lögregluna sem hafði enga stjórn á ástandinu. 

Forseti Mexíkó, Andres Manuel Lopez Obrador, sagði að nauðsynlegt hafi verið að láta hann lausan úr haldi til að þyrma lífi annarra borgara. „Lögreglan sem tók þessa ákvörðun stóð sig vel,“ sagði hann og bætti við „að fanga glæpamann er ekki þess virði að stofna lífi annarra í hættu.“ 

Hann viðurkenndi ennfremur að handtakan og aðgerðirnar hafi verið „illa skipulagðar“ af hálfu lögreglunnar. Þegar lögreglan hafði hendur í hári Ovidio Guzm­an sem er eitt níu börnum glæpaforingjans reyndi lögreglan að fá handtökuheimild, að sögn Luis Sandoval varnarmálaráðherra landsins. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar misheppnuðu aðgerðir. 

Öryggissveitir lögreglunnar í Mexíkó.
Öryggissveitir lögreglunnar í Mexíkó. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert