Bandarískar hersveitir yfirgefa lykilherstöð

Tyrkir og Kúrdar hafa skipst á ásökunum um brot á …
Tyrkir og Kúrdar hafa skipst á ásökunum um brot á vopnahléinu. AFP

Banda­rísk­ar her­sveit­ir yf­ir­gáfu stærstu her­stöð sína í Norður-Sýr­landi í dag. Tvö héruð í norður­hluta Sýr­lands hafa nú verið yf­ir­gef­in að fullu.

Her­sveit­ir Tyrkja hófu árás­ir á landa­mær­um Tyrk­lands og Sýr­lands 9. októ­ber síðastliðinn eft­ir að Banda­ríkja­menn til­kynntu að þeir hörfuðu frá svæðinu. 

Til­kynnt var um vopna­hlé seint á fimmtu­dag og gáfu Tyrk­nesk stjórn­völd Kúr­d­um frest til þriðju­dags til að yf­ir­gefa „ör­ugga svæðið“ sem tyrk­nesk­ar her­sveit­ir segj­ast vilja skapa meðfram suður­hluta landa­mær­anna fyr­ir þriðju­dag. 

Kúr­d­ar voru lyk­il­banda­menn Banda­ríkj­anna í bar­átt­unni gegn Ríki íslams í Sýr­landi. Tyrk­ir líta á Kúrda sem hryðju­verka­menn. 

Í dag kom frétta­rit­ari AFP auga á fleiri en 70 banda­rísk bryn­var­in far­ar­tæki keyra fram hjá norður­hluta sýr­lenska bæj­ar­ins Tal Tamr. Voru far­ar­tæk­in vopn­um búin og þeim fylgt af þyrl­um.

Al­eppo og Raqua yf­ir­gef­in

Sýr­lenska mann­rétt­inda­skrif­stof­an sagði að bíla­lest­in væri að rýma stærstu her­stöð banda­ríska hers­ins í norður­hluta Sýr­lands. 

Er þetta í fjórða sinn sem Banda­rík­in draga herlið sitt til baka á einni viku. Eru héruðin Al­eppo og Raqua í norður­hluta Sýr­lands sögð gjör­sneydd banda­rísk­um her­mönn­um. 

Tyrk­ir og Kúr­d­ar hafa skipst á ásök­un­um um brot á fyrr­nefndu vopna­hléi. Ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands sagði í viðtali við tyrk­neska sjón­varps­stöð í dag að ein­hverj­ar her­sveit­ir Kúrda hafi dregið sig til hlés. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert