Hinir látnu voru Kínverjar

Bílnum ekið á brott til lögreglurannsóknar í gær.
Bílnum ekið á brott til lögreglurannsóknar í gær. AFP

Allir þeir 39 sem fundust látnir í tengivagni vörubíls í Essex-héraði á Englandi aðfaranótt miðvikudags voru Kínverjar. Hinir látnu voru fullorðnir, nema einn táningur.

Yfirheyrslur yfir bílstjóranum, Mo Robinson, halda áfram í dag. Hann er 25 ára Norður-Íri og hefur lögregla framkvæmt húsleit á tveimur stöðum sem hann hefur tengsl við.

Tengivagninn kom sjóleiðina frá Zeebrug­ge í Belg­íu til stór­skipa­hafn­ar­inn­ar í Pur­f­leet við mynni Thames-ár­inn­ar skömmu eft­ir miðnætti aðfaranótt miðvikudags.

Vöru­bíll­inn er skráður í Búlgaríu, á nafn fyr­ir­tæk­is sem er í eigu írsks rík­is­borg­ara, sam­kvæmt því sem búl­görsk yf­ir­völd hafa gefið út.

Samkvæmt frétt BBC frétti faðir Robinson af handtöku sonar síns í fjölmiðlum. Hann vonast til þess að sonurinn hafi flækst í eitthvað í sakleysi sínu og sé ekki sekur um glæpinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert