Rannsóknin á Trump formlega samþykkt

Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, á þingfundi í dag.
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, á þingfundi í dag. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að setja rannsókn á embættisverkum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í formlegt ferli. Þetta kemur fram á í frétt AFP-fréttaveitunnar en atkvæðagreiðsla fór fram í fulltrúadeildinni nú síðdegis.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Guardian að 232 hafi greitt atkvæði með því að hefja formlega rannsókn á embættisverkum Trumps en 196 hafnað því. Málið snýst einkum um símtal forsetans við forseta Úkraínu.

Trump er sakaður um að hafa sett það skilyrði fyrir hernaðaraðstoð við landið að þarlend stjórnvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, og son hans Hunter Biden vegna setu þess síðarnefnda í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.

Demókratar eru með meirihluta í neðri deild þingsins og hafa þar 233 þingmenn en repúblikanar hafa 197 þingmenn. Hvíta húsið hefur fordæmt atkvæðagreiðsluna og Trump hefur sagt að hún sé liður í nornaveiðum í hans garð.

Donal Trump Bandaríkjaforseti.
Donal Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert