Lýsa yfir neyðarástandi vegna hægri öfgaafla

Stuðningsmenn PEGIDA á fjöldafundi í Dresden.
Stuðningsmenn PEGIDA á fjöldafundi í Dresden. AFP

Yfirvöld í borginni Dresden í austurhluta Þýskalands hafa lýst yfir því sem þau kalla neyðarástand vegna nasisma og gert grein fyrir alvarlegum vandamálum í tengslum við öfga-hægrihópa í borginni. 

Dresden hefur löngum verið álitin hornvígi hægri öfgahópa og á stjórnamálahreyfingin Pegida, sem leggst gegn múslimum, rætur sínar að rekja til borgarinnar. 

Borgarfulltrúar í borginni hafa nú samþykkt ályktun um að grípa til frekari aðgerða vegna ástandsins í borginni. 

„Neyðarástand vegna nasisma þýðir að við séum að glíma til alvarlegt vandamál. Opnu og lýðræðislegu samfélagi okkar er ógnað,“ segir Max Aschenbach, borgarfulltrúi í Dresden við BBC. 

Aschenbach segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða og að stjórnmálamenn taki skýra afstöðu til öfga-hægrihópa. Ályktunin sem borgarstjórn Dresden hefur samþykkt miðar að því að veita fórnarlömbum ofbeldis af hálfu öfga-hægrihópa aðstoð, vernda minnihlutahópa og auka lýðræði. 

Kristilegir demókratar andfallnir ályktuninni

Aschenbach segir ályktunina sýna glöggt að borgarstjórn borgarinnar hafi skuldbundið sig til að vernda „frjálst, frjálslynt, lýðræðislegt samfélag sem verndar minnihlutahópa og afneitar nasistum.“

Ályktunin var samþykkt á borgarstjórnarfundi á miðvikudagskvöld með 39 atkvæðum gegn 29. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskeisara, studdi ályktunina ekki. 

„Frá okkar sjónarhorni var þetta fyrst og fremst hugsað til að ögra,“ segir Jan Donhauser, oddviti Kristilegra demókrata í borginni við BBC. 

„Neyðarástand þýðir að allsherjarreglu í samfélaginu sé verulega ógnað. Neyðarástandi er ekki lýst yfir á byrjunarstigi málsins,“ segir Donhauser. Þá segist hann ekki vera sáttur við að ályktunin taki sérstaklega til öfga-hægrihópa. 

„Við erum verndarar frjálslynds lýðræðissamfélags og ofbeldi, alveg sama frá hvaða öfgaöflum það kemur, verður ekki liðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert