Árásir Ísraela kostuðu 4 mannslíf

Frá Gaza í dag.
Frá Gaza í dag. AFP

Háttsettur liðsmaður í hernaðarsamtökunum Heilagt íslamskt stríð (PIJ) lést ásamt eiginkonu sinni í loftárásum Ísraelshers á Gaza í nótt. Fjögur barna þeirra og nágranni særðust í árásinni.

Baha Abu al-Ata lést ásamt eiginkonu sinni er eldflaug hæfði heimili þeirra. Í tilkynningu frá her Ísraels var Abu al-Ata tifandi tímasprengja sem var að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Að minnsta kosti 70 eldflaugum var skotið frá Gaza að Ísrael í kjölfar drápsins. PIJ samtökin hafa hótað hefndum. 

Lian, dóttir Baha Abu Al-Ata, syrgir hér foreldra sína.
Lian, dóttir Baha Abu Al-Ata, syrgir hér foreldra sína. AFP

Tólf Ísraelar hafa særst lítillega í árásum yfir landamærin í Suður-Ísrael, samkvæmt upplýsingum BBC frá Barzilai-læknamiðstöðinni í Ashkelon. Eins er átta ára gömul stúlka alvarlega slösuð eftir fall þegar fjölskyldan flúði í skyndingu þegar loftvarnarflautur ómuðu í Holon suður af Tel Aviv í morgun. 

Um svipað leyti og árásin var gerð á Abula-Ata létust tvær manneskjur og tíu særðust í loftárásum Ísraelshers á heimili annars háttsetts liðsmanns PIJ í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frétt Sana-ríkisfréttastofunnar í Sýrlandi og ekki er vitað hvort leiðtogi PIJ, Akram al-Ajouri, var meðal þeirra sem létust. Samkvæmt frétt Sana er sonur hans, Moaz, annar þeirra sem létust í árásinni. 

Lík Baha Abu Al-Ata borið til grafar á Gaza í …
Lík Baha Abu Al-Ata borið til grafar á Gaza í dag. AFP

PIJ, sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran, eru með höfuðstöðvar í Damaskus og eru ein öflugustu hernaðarsamtökin sem starfa á Gaza. 

Samtökin hafa staðfest dauða Abu al-Ata og að hann hafi verið herforingi PIJ í norðurhéraði Gaza. Ísraelar segja að Abu al-Ata hafi borið ábyrgð á flestum hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið frá Gaza undanfarið ár. 

Frétt BBC

Mohammed Hamuda var tvítugur Palestínumaður sem lést í loftárásum Ísraela …
Mohammed Hamuda var tvítugur Palestínumaður sem lést í loftárásum Ísraela í dag. AFP
Frá húsinu sem Ísraelar skutu á í Damaskus í dag.
Frá húsinu sem Ísraelar skutu á í Damaskus í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert