Dawkins varar við því að trúarbrögð verði afnumin

Richard Dawkins.
Richard Dawkins. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Kæmi til þess að trúarbrögð heyrðu sögunni til myndi það „veita fólki leyfi til þess að gera virkilega slæma hluti“. Þetta hefur breska dagblaðið Times eftir Richard Dawkins, fyrrverandi prófessors við Oxford-háskóla í Bretlandi og einhvers þekktasta trúleysinga heimsins.

Dawkins segir í viðtalinu við dagblaðið að öryggismyndavélar í verslunum virtust fæla fólk frá því að stela úr þeim. Á sama hátt gæti fólk talið að því væri frjálst að breyta rangt án „guðlegrar eftirlitsmyndavélar á himninum sem les hverja hugsun þeirra.“

„Fólk kann að telja sig frjálst til þess að gera slæma hluti vegna þess að það telur að Guð sé ekki lengur að fylgjast með þeim,“ segir Dawkins í viðtalinu. Vísar hann í tilraun í þessu sambandi sem einn af fyrrverandi nemendum hans, Melissa Bateson, framkvæmdi.

Hópi fólks var í rannsókninni boðið upp á kaffi gegn því að það setti pening í söfnunarbauk. Með hverri vikunni sem leið var sífellt minna fé sett í baukinn en sem nam kaffinu sem var drukkið. Eftir að Bateson teiknaði augu á verðlistann með vísun í það að fylgst væri með því að greitt væri fyrir kaffið hafi fjárstreymið í baukinn aukist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert