Hvetja prinsinn til að gefa FBI upplýsingar

Andrés prins.
Andrés prins. AFP

Lög­menn fórn­ar­lamba banda­ríska barn­aníðings­ins Jef­frey Ep­stein gagn­rýna Andrés Bretaprins harðlega og krefjast þess að hann veiti banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni FBI lið við rann­sókn á fram­ferði Ep­steins.

Frammistaða prins­ins í viðtali, sem hann veitti í fréttaþætt­in­um Newsnig­ht í breska rík­is­sjón­varp­inu, BBC, á laug­ar­dag­inn, hef­ur víða verið gagn­rýnd en þar svaraði hann fyr­ir ásak­an­ir um að hafa átt kyn­mök við ung­lings­stúlku fyr­ir milli­göngu Ep­steins. Banda­ríski lög­fræðing­ur­inn Gloria All­red, sem er verj­andi fimm fórn­ar­lamba Ep­steins sagði í sam­tali við breska dag­blaðið The Guar­di­an að það eina rétta í stöðunni fyr­ir prins­inn væri að bjóða FBI og sak­sókn­ur­um í New York, sem rann­saka málið, að yf­ir­heyra sig.

„Ef Andrés prins hef­ur ekk­ert að fela og ef hann hef­ur ekki aðhafst neitt sak­næmt; hvers vegna get­ur hann ekki deilt því sem hann veit um Ep­stein, sam­verka­menn hans og starfs­fólk með FBI?“ spyr All­red.

Góðgerðarsam­tök íhuga að slíta tengsl við prins­inn

Lög­fræðing­ur­inn Lisa Bloom, sem er verj­andi annarra fimm fórn­ar­lamba Ep­steins, seg­ir í sam­tali við The Guar­di­an að viðtalið við prins­inn hefði valdið mikl­um von­brigðum. „Hon­um er frjálst að neita ásök­un­um og verja sjálf­an sig. En hvar var af­sök­un hans fyr­ir að vera svona ná­tengd­ur ein­um af mestu barn­aníðing­um sög­unn­ar?“

Andrés prins, sem ber einnig titil­inn her­tog­inn af Jór­vík, er átt­undi í erfðaröðinni að bresku krún­unni og hef­ur verið víða gagn­rýnd­ur fyr­ir tengsl sín við Ep­stein og áður­nefnt viðtal. Hann er vernd­ari fjölda góðgerðarsam­taka í Bretlandi, meðal ann­ars sam­taka sem berj­ast gegn of­beldi gegn börn­um, og eru mörg þeirra nú sögð íhuga að slíta öll tengsl við prins­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert