Menningarráð Pakistan stendur fyrir pallborðsumræðum um femínisma í dag. Dagskráin olli hins vegar fjaðrafoki þegar hún var birt, enda átti engin kona að taka þátt í umræðunum.
Yfirskrift pallborðsins var „Femínismi: Hin hliðin“. Menningarráðið var harðlega gagnrýnt og hefur í kjölfarið breytt yfirskriftinni og boðið tveimur konum að taka þátt í pallborðinu.
Feðraveldið lifir enn góðu lífi í Pakistan og hafa gagnrýnendur sagt karlkyns þátttakendur í pallborðinu nota femínisma til að koma sjálfum sér á framfæri. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið bentu þó margir á að karlmenn ættu auðvitað að fá að tjá sig um femínisma, það vekti þó furðu að engin kona ætti að fá að vera þátttakandi í umræðunum.
These men wanna give the ‘other perspective’ on feminism. Maybe the intention here was to use their privilege for the cause - but this isn’t how allyship works. This is, however, what taking up space looks like.
— Aiman Rizvi (@Aimanfrizvi) November 19, 2019
It is also what men exploiting feminism to build capital looks like pic.twitter.com/lN40rVGfA2