Engar konur í pallborði um femínisma

Feðraveldið lifir enn góðu lífi í Pakistan og hafa gagnrýnendur …
Feðraveldið lifir enn góðu lífi í Pakistan og hafa gagnrýnendur sagt karlkyns þátttakendur í pallborðinu nota femínisma til að koma sjálfum sér á framfæri. AFP

Menn­ing­ar­ráð Pak­ist­an stend­ur fyr­ir pall­borðsum­ræðum um femín­isma í dag. Dag­skrá­in olli hins veg­ar fjaðrafoki þegar hún var birt, enda átti eng­in kona að taka þátt í umræðunum.

Yf­ir­skrift pall­borðsins var „Femín­ismi: Hin hliðin“. Menn­ing­ar­ráðið var harðlega gagn­rýnt og hef­ur í kjöl­farið breytt yf­ir­skrift­inni og boðið tveim­ur kon­um að taka þátt í pall­borðinu.

Feðraveldið lif­ir enn góðu lífi í Pak­ist­an og hafa gagn­rýn­end­ur sagt karl­kyns þátt­tak­end­ur í pall­borðinu nota femín­isma til að koma sjálf­um sér á fram­færi. Sam­kvæmt um­fjöll­un BBC um málið bentu þó marg­ir á að karl­menn ættu auðvitað að fá að tjá sig um femín­isma, það vekti þó furðu að eng­in kona ætti að fá að vera þátt­tak­andi í umræðunum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert