Kjósendur flykkjast á kjörstaði í Hong Kong

Kjósendur hafa flykkst á kjörstaði í Hong Kong í dag.
Kjósendur hafa flykkst á kjörstaði í Hong Kong í dag. AFP

Kjós­end­ur hafa í dag flykkst á kjörstaði í Hong Kong vegna héraðskosn­ing­um, en kosn­ingaþátt­taka í slík­um kosn­ing­um er al­mennt dræm og þá vekja þær ekki mikla at­hygli. Í kjöl­far mót­mæla sem hafa staðið yfir síðan snemma í júní er áhugi íbúa á þess­um kosn­ing­um hins veg­ar mjög mik­ill, enda eru þetta einu kosn­ing­arn­ar þar sem íbú­ar geta haft bein lýðræðis­leg áhrif.

Kosið er um 452 full­trúa í þeim 18 héruðum sem Hong Kong er skipt í, en í þing­kosn­ing­um þegar leiðtogi sjálf­stjórn­ar­héraðsins, er val­inn eru það um 1.200 full­trú­ar, sem vald­ir hafa verið beint og óbeint í gegn­um valda­kerfi héraðsins, sem full­trú­ar hags­muna­hópa, stjórn­mála­flokka og trú­ar­flokka. Eru það oft­ar en ekki stuðnings­menn Kína sem skipa þær stöður.

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong.
Carrie Lam, leiðtogi heima­stjórn­ar­inn­ar í Hong Kong. AFP

Kosn­ing­arn­ar í dag þykja því ákveðinn próf­steinn á vin­sæld­ir Carrie Lam, leiðtoga heima­stjórn­ar­inn­ar, sem styður aðgerðir kín­verskra stjórn­valda á svæðinu. Að öllu jöfn hafa þess­ar kosn­ing­ar verið tíðinda­litl­ar og meiri­hluti fram­bjóðenda hef­ur verið hliðholl­ur kín­versk­um stjórn­völd­um, en nú er breyt­ing þar á. And­stæðing­ar kín­verskra stjórn­valda von­ast til þess að fá meiri­hluta at­kvæða og hafa hvatt ákaft til kosn­ingaþátt­töku. 

Mörg hundruð metra lang­ar raðir hafa verið á kjör­stöðum í morg­un og eft­ir aðeins fimm tíma kosn­ing­ar hafði þegar þriðjung­ur þeirra 4,13 millj­óna manna, sem eru skráðir kjós­end­ur, lokið við að kjósa. Er það meira en tvö­föld kosn­ingaþátt­taka miðað við síðustu héraðskosn­ing­ar árið 2015.

Langar raðir hafa myndast á kjörstöðum og er kosningaþátttakan tvöfalt …
Lang­ar raðir hafa mynd­ast á kjör­stöðum og er kosn­ingaþátt­tak­an tvö­falt meiri en fyr­ir fjór­um árum. AFP

Þrátt fyr­ir mót­mæli og óeirðir und­an­farna mánuði hafa kosn­ing­arn­ar núna gengið friðsam­lega fyr­ir sig, en leiðtog­ar mót­mæl­anna hvöttu íbúa Hong Kong til að láta af óeirðum svo stjórn­völd í Kína hefðu ekki ástæðu til að fresta kosn­ing­un­um. Lög­regla hef­ur verið sýni­leg við kjörstaði, en ekki hef­ur verið greint frá neinu of­beldi í tengsl­um við kosn­ing­arn­ar.

Beðið eftir að komast á kjörstað.
Beðið eft­ir að kom­ast á kjörstað. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert