Flugvél hrapaði í garð á einkalóð

Vélin var af gerðinni DA20, a LIGHT, en slíkar vélar …
Vélin var af gerðinni DA20, a LIGHT, en slíkar vélar eru vinsælar hjá flugskólum og einkaflugmönnum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Flugmaður skrúfudrifinnar flugvélar lést í dag þegar flugvélin hrapaði í garð á einkalóð í bænum Ronneby í suðausturhluta Svíðþjóðar.

Samkvæmt lögreglu átti slysið sér stað um klukkan 15:30 að staðartíma í dag. 

„Lítil skrúfudrifin flugvél hrapaði í garð við hús í íbúðarhverfi í Ronneby,“ segir Rickard Lundqvist, talsmaður lögreglu í Ronneby. Um 13.000 íbúar búa í bænum. 

Eldur kviknaði í vélinni og talsverður reykur var í nágrenni við slysstað. Engin á jörðu niðri slasaðist og flugmaðurinn var einn um borð í vélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert