Pútín sýnir „mjúku hliðina“

Í dagatalinu fyrir árið 2020 er Pútín nokkuð hófsamari en …
Í dagatalinu fyrir árið 2020 er Pútín nokkuð hófsamari en síðustu ár. Skjáskot/Twitter

Í Rússlandi er útgáfa árlegra dagatala, skreyttum með myndum af forsetanum Vladimir Pútín, orðin árleg hefð. 

Undanfarin ár hefur leiðtoginn lagt áherslu á að markaðssetja sig sem hálfgerða ímynd karlmennskunnar. Í dagatölum síðustu ára má oftar en ekki sjá forsetann beran að ofan, að rífa í ljóðin eða æfa skotfimi sína. Í dagatalinu fyrir árið 2020 eru myndirnar þó nokkuð hófsamari. Eflaust mætti orða það svo að í dagatalinu sýni forsetinn „mýkri hliðina“ af persónu sinni. 

Dagatölin koma í nokkrum útgáfum. Ein útgáfan er meðal annars tileinkuð dýravininum Pútín, en þar sést hann knúsa hin ýmsu dýr, meðal annars tígrisdýr. Þá ber einnig mikið á myndum af Pútín með hinum ýmsu leiðtogum, meðal annars með Salman Al Saud, krónsprinsi Sádí Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseta. Þá er einnig ljósmynd af Pútín að elda með Xi Jingping, forseta Alþýðulýðveldisins Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka