Pútín sýnir „mjúku hliðina“

Í dagatalinu fyrir árið 2020 er Pútín nokkuð hófsamari en …
Í dagatalinu fyrir árið 2020 er Pútín nokkuð hófsamari en síðustu ár. Skjáskot/Twitter

Í Rússlandi er út­gáfa ár­legra daga­tala, skreytt­um með mynd­um af for­set­an­um Vla­dimir Pútín, orðin ár­leg hefð. 

Und­an­far­in ár hef­ur leiðtog­inn lagt áherslu á að markaðssetja sig sem hálf­gerða ímynd karl­mennsk­unn­ar. Í daga­töl­um síðustu ára má oft­ar en ekki sjá for­set­ann ber­an að ofan, að rífa í ljóðin eða æfa skot­fimi sína. Í daga­tal­inu fyr­ir árið 2020 eru mynd­irn­ar þó nokkuð hóf­sam­ari. Ef­laust mætti orða það svo að í daga­tal­inu sýni for­set­inn „mýkri hliðina“ af per­sónu sinni. 

Daga­töl­in koma í nokkr­um út­gáf­um. Ein út­gáf­an er meðal ann­ars til­einkuð dýra­vin­in­um Pútín, en þar sést hann knúsa hin ýmsu dýr, meðal ann­ars tígr­is­dýr. Þá ber einnig mikið á mynd­um af Pútín með hinum ýmsu leiðtog­um, meðal ann­ars með Salm­an Al Saud, krón­sprinsi Sádí Ar­ab­íu og Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta. Þá er einnig ljós­mynd af Pútín að elda með Xi Jing­p­ing, for­seta Alþýðulýðveld­is­ins Kína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert