Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka „sterk tengl ríkjanna" þrátt fyrir spennu á leiðtogafundi sem haldinn er í tilefni af sjötíu ára afmælisári Atlantshafsbandalagsins.
Töluvert hefur verið rætt og ritað um spennuna á milli Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Donald Trump Bandaríkjaforseta.
„Við förum beint aftur heim. Ég held að það sé komið nóg af blaðamannafundum,“ sagði Trump sem aflýsti blaðamannafundi sem átti að vera eftir að leiðtogafundinum lyki í dag.
Auk þess skiptust Trump og Emmanuel Macron Frakklandsforseti á skoðunum í gær.
Ríki Atlantshafsbandalagsins verða að horfa í sameiningu til framtíðar, að því er fram kemur í yfirlýsingunni.
Þar var einnig bent á áskoranir frá Kínverjum og Rússum sem og að það þyrfti að grípa til frekari aðgerða gegn hryðjuverkum.