Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt

Jerry Nadler á fundinum í dag.
Jerry Nadler á fundinum í dag. AFP

Demó­krat­ar á Banda­ríkjaþingi hafa form­lega svipt hul­unni af ákæru á hend­ur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til emb­ætt­ismissis.

Ákær­an er í tveim­ur liðum, en for­set­inn er sakaður um að mis­nota vald sitt og hindra fram­gang rann­sókn­ar þings­ins á því hvernig hann beitti sér til að setja þrýst­ing á stjórn­völd í Úkraínu í þeim til­gangi að ráðast á póli­tísk­an and­stæðing í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. 

Bú­ist er við að full­trúa­deild Banda­ríkjaþings muni greiða at­kvæði um málið í næstu viku. Verði ákær­an samþykkt verður Trump þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem verður ákærður fyr­ir brot í embætti og þarf að svara til saka fyr­ir öld­unga­deild þings­ins.

Demókratar boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir greindu …
Demó­krat­ar boðuðu til blaðamanna­fund­ar í dag þar sem þeir greindu frá ákvörðun sinni. AFP

Jerry Nadler, formaður dóms­mála­nefnd­ar full­trúa­deild­ar­inn­ar, sagði að for­set­inn nyti trausts al­menn­ings. „Þegar hann bregst því trausti og set­ur sjálf­an sig fram­ar þjóðinni set­ur hann stjórn­ar­skrá lands­ins í voða, sem og lýðræðið, og hann stefn­ir þjóðarör­yggi í hættu,“ sagði Nadler. 

Hann sagði að til­raun­ir Trumps til að fá er­lent ríki til að skipta sér af for­seta­kosn­ing­un­um sem fara fram á næsta ári ógnuðu bæði trú­verðug­leika kosn­ing­anna og ör­yggi þjóðar­inn­ar. Nadler sagði að það væri þörf á að stíga þetta skref í dag. 

Trump hef­ur aft­ur á móti neitað að hafa gert nokkuð rangt.

Trump neitar sök .
Trump neit­ar sök . AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert