Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár

Forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, Boris Johnson, hefur ástæðu til …
Forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, Boris Johnson, hefur ástæðu til að fagna í dag. AFP

Allt stefn­ir í stærsta kosn­inga­sig­ur Íhalds­flokks­ins í 32 ár eða frá kosn­inga­sigri flokks­ins, með Marga­ret Thatcher í far­ar­broddi, árið 1987. Ósig­ur Verka­manna­flokks­ins er aft­ur á móti sá versti frá því árið 1935.

Bor­is John­son snýr aft­ur í Down­ing-stræti með góðan meiri­hluta á bak við sig eft­ir þing­kosn­ing­ar í Bretlandi í gær. Þegar nán­ast öll at­kvæði hafa verið tal­in er Íhalds­flokk­ur­inn með 78 þing­sæta meiri­hluta á breska þing­inu.

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, sendi John­son ham­ingjuósk­ir með kosn­inga­sig­ur­inn í dag og seg­ir að lönd­in tvö séu á ör­uggri leið með að ná mikl­um og góðum viðskipta­samn­ing­um sín á milli eft­ir að Bret­ar ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu.

En formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur enga ástæðu til að …
En formaður Verka­manna­flokks­ins, Jeremy Cor­byn, hef­ur enga ástæðu til að gleðjast. AFP

John­son seg­ir að kosn­inga­úr­slit­in veiti hon­um umboð til að ljúka Brex­it og fara með Bret­land út úr ESB í næsta mánuði.

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, seg­ir að nótt­in hafi verið full af von­brigðum fyr­ir flokk­inn og að hann myndi ekki leiða flokk­inn í fleiri kosn­inga­bar­átt­um. 

Sam­kvæmt spá BBC fær Íhalds­flokk­ur­inn 364 þing­menn kjörna, Verka­manna­flokk­ur­inn 203, Skoski þjóðarflokk­ur­inn 45, Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar 12, velski þjóðarflokk­ur­inn Plaid Cymru 4 og Græn­ingj­ar 1. Brex­it-flokk­ur­inn fær eng­an mann kjör­inn á þing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert