Þakkar stuðningsmönnum Verkamannaflokksins

Boris Johnson ávarpar fréttamenn utan við forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti.
Boris Johnson ávarpar fréttamenn utan við forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þakkaði kjós­end­um Verka­manna­flokks­ins, sem marg­ir hverj­ir kusu Íhalds­flokk­inn í fyrsta sinn, í sig­ur­ræðu sinni fyrr í dag. Hann lofaði því að út­ganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu yrði leidd til lykta svo græða mætti þau sár sem deil­unni hafa fylgt. Sagðist hann ekki myndu bregðast stuðnings­mönn­um. „Þið gætuð ætlað ykk­ur að kjósa Verka­manna­flokk­inn aft­ur næst, og ef sú er raun­in þá er ég auðmjúk­ur yfir því að þið hafið treyst mér í þetta sinn. Ég mun aldrei taka stuðning ykk­ar sem sjálf­sagðan hlut,“ sagði John­son áður en hann hélt á fund drottn­ing­ar.

Íhalds­flokk­ur­inn vann stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um sem haldn­ar voru í gær. Flokk­ur­inn hlaut 365 þing­menn og hef­ur 80 þing­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­ing­um Marga­ret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­manna­flokk­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi og missti sæti sín í mörg­um kjör­dæm­um miðhéraða Eng­lands, sem mörg hver hafa verið vígi flokks­ins um ára­tuga­skeið.

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, hef­ur gefið það út að hann muni ekki leiða flokk­inn í öðrum kosn­ing­um. Hann hef­ur þó ekki sagt hvenær hann hygg­ist láta af embætti, en há­vær­ar radd­ir eru uppi um það inn­an flokks­ins að hann geri það sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert