Vilja vísa sendiherra Kína úr landi

Gui Congyou, sendiherra Kína í Svíþjóð.
Gui Congyou, sendiherra Kína í Svíþjóð. Ljósmynd/Sendiráð Kína í Svíþjóð

Framtíð sendi­herra Kín­verja í Svíþjóð er í lausu lofti eft­ir að þing­menn Kristi­legra demó­krata og Vinstri­flokks­ins, tveggja stjórn­ar­and­stöðuflokka, kölluðu eft­ir því hon­um yrði vísað úr landi og hann jafn­framt lýst­ur „ósæski­leg mann­eskja“.

Sendi­herr­ann, Gyi Congyou, þykir hafa brotið gegn Vín­arsátt­mál­an­um með af­skipt­um sín­um af sænsk­um inn­an­rík­is­mál­um. Sænska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að Congyou hafi frá því hann tók við embætti árið 2017 verið kallaður á fund sænska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins minnst 40 sinn­um, að því er virðist til að ræða fram­göngu hans í starfi.

Hann er ósátt­ur við frétta­flutn­ing sænskra fjöl­miðla af mál­efn­um Kína­stjórn­ar, einkum mann­rétt­inda­brot­um þeirra, en stein­inn tók úr er hann hótaði sænsk­um stjórn­mála­mönn­um á dög­un­um að það hefði „af­leiðing­ar“ ákvæðu leiðtog­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera viðstadd­ir veit­ingu sænsku út­gáfu PEN-verðlaun­anna, þar sem hinn sænsk-kín­verski rit­höf­und­ur Gui Min­hai var sæmd­ur viður­kenn­ingu. Min­hai sit­ur í fang­elsi í Kína vegna „ólög­legr­ar viðskipt­a­starf­semi“ en í henni fólst að gefa út bæk­ur sem voru kín­verska komm­ún­ista­flokkn­um ekki þókn­an­leg­ar.

Ann Linde, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, seg­ir gleðiefni að þing­heim­ur standi sam­einaður með stefnu stjórn­valda í mál­inu. Fram­ferði sendi­herr­ans sé óá­sætt­an­legt og mál­flutn­ing­ur hans al­var­leg­ur. Hún vill þó ekki lýsa því yfir að svo stöddu að vísa beri sendi­herr­an­um úr landi. Mik­il­vægt sé að fara hægt í sak­irn­ar og halda sam­skipt­um við Kín­verja góðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert