Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er vonsvikinn með niðurstöðu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í dag. Hann segir að tækifæri til að takast á við hlýnun jarðar hafi ekki verið nýtt.
„Ég er vonsvikinn með niðurstöðu GOP25-ráðstefnunnar,“ sagði Guterres. Hann bætti við að alþjóðasamfélagið hefði misst af mikilvægu tækifæri til að sýna aukinn metnað í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Á ráðstefnunni hittust fulltrúar næstum 200 landa til að ljúka við innleiðingu Parísarsáttmálans frá árinu 2015. Í honum felst að hitastig jarðar hækki ekki meira en um tvær gráður.
Vegna mismunandi hagsmuna þjóða náðist ekki samkomulag, þrátt fyrir að víða hafi verið krafist aðgerða. „Við megum ekki gefast upp og ég ætla ekki að gefast upp,“ sagði Guterres.