Vonsvikinn með niðurstöðu loftslagsráðstefnu

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, er von­svik­inn með niður­stöðu lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem lauk í dag. Hann seg­ir að tæki­færi til að tak­ast á við hlýn­un jarðar hafi ekki verið nýtt.

„Ég er von­svik­inn með niður­stöðu GOP25-ráðstefn­unn­ar,“ sagði Guter­res. Hann bætti við að alþjóðasam­fé­lagið hefði misst af mik­il­vægu tæki­færi til að sýna auk­inn metnað í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni.

Á ráðstefn­unni hitt­ust full­trú­ar næst­um 200 landa til að ljúka við inn­leiðingu Par­ís­arsátt­mál­ans frá ár­inu 2015. Í hon­um felst að hita­stig jarðar hækki ekki meira en um tvær gráður.

Vegna mis­mun­andi hags­muna þjóða náðist ekki sam­komu­lag, þrátt fyr­ir að víða hafi verið kraf­ist aðgerða. „Við meg­um ekki gef­ast upp og ég ætla ekki að gef­ast upp,“ sagði Guter­res.

Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Síle, á loftslagsráðstefnunni.
Carol­ina Schmidt, um­hverf­is­ráðherra Síle, á lofts­lags­ráðstefn­unni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert