Markaðir bregðast vel við yfirlýsingu Trumps

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Alþjóðlegir verðbréfamarkaðir hafa tekið kipp upp á við í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir helgi að lítið vantaði upp á að viðskiptasamningur á milli Bandaríkjanna og Kína væri í höfn.

Trump sagði Bandaríkin mjög nálægt því að landa stórum samningi við Kína. „Þeir vilja hann og sama er að segja um okkur,“ ritaði Trump á Twitter-síðu sína.


Viðskiptastríð hefur geisað á milli þessara stærstu efnahagsvelda heimsins og hafa samninganefndir þeirra unnið hörðum höndum að því að gera alla vega afmarkaðan samning áður en bandarísk stjórnvöld hyggjast hækka tolla á Kína á sunnudaginn.

Margir hafa óttast afleiðingar þess að samningar náist ekki í tæka tíð og hefur yfirlýsingu Trumps því verið tekið vel af fjárfestum um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert