Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni taka þátt í sögulegri atkvæðagreiðslu á morgun sem mikil eftirvæntir ríkir um vegna kæru gagnvart Donald Trump Bandaríkjaforseta.
„Á morgun mun fulltrúadeild Bandaríkjaþings nýta það vald sem við höfum samkvæmt stjórnarskránni þegar greidd verða atkvæði vegna ákæru í tveimur liðum gegn forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi í bréfi sem hún skrifaði samstarfsfólki sínu innan Demókrataflokksins.
„Á þessari mikilvægu stund í sögu þjóðar okkar verðum við að vera trú okkar eið sem snýst um að styðja og verja stjórnarskrána okkar frá öllum óvinum, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir,“ bætti hún við.
Verði ákæran samþykkt á morgun verður Trump þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ákærður fyrir brot í embætti og þarf að svara til saka fyrir öldungadeild þingsins.
Forsetinn er sakaður um að misnota vald sitt og hindra framgang rannsóknar þingsins á því hvernig hann reyndi að setja þrýsting á stjórnvöld í Úkraínu til að ráðast á pólitískan andstæðing í komandi forsetakosningum.
Pres. Trump sent an extraordinary personal six-page letter to Speaker Nancy Pelosi railing against what he calls an "illegal, partisan attempted coup." https://t.co/rSa9FSvoep
— ABC News (@ABC) December 17, 2019