„Eitrað fordæmi“

Mitch McConnell og Donald Trump.
Mitch McConnell og Donald Trump. AFP

Ákær­an sem full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hef­ur tekið ákvörðun um, á hend­ur Dondald Trump Banda­ríkja­for­seta, er sú óná­kvæm­asta og ósann­gjarn­asta í sög­unni, að sögn Mitch McConn­ell, leiðtoga re­públík­ana í öld­unga­deild­inni. BBC grein­ir frá.

Þá seg­ir hann að full­trúa­deild­in hafi látið flokk­spóli­tíska reiði skapa „eitrað for­dæmi sem mun enduróma í framtíðinni“.

Eng­ar varn­ir

Gegn full­yrðing­um McConn­ells sagði demó­krat­inn Chuck Schumer að McConn­ell hefði ekki fært fram nein­ar varn­ir vegna hátt­semi Trumps, sem hann er nú ákærður fyr­ir.

Eins og áður hef­ur verið greint frá er Trump ann­ars veg­ar ákærður fyr­ir að hafa mis­beitt valdi sínu með því að reyna að fá er­lenda rík­is­stjórn til þess að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Hins veg­ar er hann ákærður fyr­ir að hafa hafi hindrað full­trúa­deild­ina í að afla upp­lýs­inga um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert