„Hvernig er það mögulegt?“

Greta Thunberg segir að enn og aftur eru þau mistök …
Greta Thunberg segir að enn og aftur eru þau mistök gerð að líta framhjá tengslum loftslagsvánnar og ofsaveðrum og náttúruhamförum líkt og eru að eiga sér stað í Ástralíu. AFP

„Ekki einu sinni ham­far­ir eins og þess­ar nægja til að gripið sé til póli­tískra aðgerða. Hvernig er það mögu­legt?“ 

Að þessu spyr Greta Thung­berg lofts­lagsaðgerðasinni í færslu á Face­book-síðu sinni. Ham­far­irn­ar sem um ræðir eru mikl­ir gróður- og kjar­reld­ar sem geisa í Ástr­al­íu. Alls hafa níu látið lífið og tæp­lega 800 heim­ili eyðilagst það sem af er vegna eld­anna. Ástandið er verst í fylk­inu New South Wales (NSW) en þar er Syd­ney stærsta borg­in.

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, hef­ur beðist af­sök­un­ar á því að hafa valdið „mikl­um kvíða“ með því að fara í frí til Havaí á meðan gróðureld­ar geisa heima fyr­ir. Hann stytti fjöl­skyldu­fríið og er nú kom­inn heim.   

Greta tek­ur und­ir radd­ir sem gagn­rýna for­sæt­is­ráðherr­ann fyr­ir úrræðal­eysi gagn­vart eld­un­um og einnig fyr­ir aðgerðal­eysi vegna lofts­lags­breyt­inga. Morri­son viður­kenndi að lofts­lags­breyt­ing­ar hefðu áhrif á hækk­andi hita­stig í land­inu en sagði breyt­ing­arn­ar ekki hafa bein áhrif á skóg­ar­eld­ana.

Greta seg­ir að enn og aft­ur séu þau mis­tök gerð að líta fram­hjá tengsl­um lofts­lags­vár­inn­ar og ofsa­veðra og nátt­úru­ham­fara líkt og eru að eiga sér stað í Ástr­al­íu. 

„Það þarf að breyt­ast. Núna,“ seg­ir mann­eskja árs­ins hjá Time.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert