Hetja eða hryðjuverkamaður?

00:00
00:00

„Hann var mik­il­væg­ari en for­set­inn, ræddi við all­a valda­hópa í Íran, var með beina línu inn til æðsta klerks­ins og bar ábyrgð á stefnu Íran á svæðinu,“ seg­ir Dina Es­fandi­ary hjá hug­veit­unni Cent­ury Foundati­on. Þú verður vart mik­il­væg­ari en það, bæt­ir hann við er hann er beðinn um að lýsa Qa­sem So­leimani sem Banda­ríkja­her drap í dróna­árás að til­skip­an for­seta Banda­ríkj­anna aðfar­anótt föstu­dags. Manni sem er ým­ist lýst sem hetju eða hryðju­verka­manni.

AFP

Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa við Williams Col­l­e­ge í Massachusetts, seg­ir árás­ina á So­leimani fyrst og fremst ögr­un og grafal­var­lega. Þarna sé ráðist á hátt­sett­an her­for­ingja sem var í op­in­ber­um er­inda­gjörðum í Írak ef marka má orð for­sæt­is­ráðherra Íraks, Adel Abd­ul Mahdi, sem seg­ir að So­leimani hafi verið að koma til lands­ins sem milli­göngumaður í deilu Banda­ríkj­anna og Íraks. Með dráp­inu hafi Írak­ar verið leidd­ir í ákveðna gildru og rík­is­stjórn lands­ins sett í vanda. Líkt og fram hef­ur komið í frétt­um hef­ur íraska þingið óskað eft­ir því að Banda­ríkja­her yf­ir­gefi landið en um fimm þúsund banda­rísk­ir her­menn eru í Írak.

Qa­sem So­leimani, sem einnig er þýtt úr pers­nesku sem Qassem Su­leimani eða Qassim So­leimani, er ekki fædd­ur með silf­ur­skeið í munni held­ur bónda­son­ur frá Ra­bord-þorp­inu í aust­ur­hluta Írans. Hann fædd­ist 11. mars 1957 og því 62 ára gam­all er hann lést 3. janú­ar. Hann lauk fimm ára grunn­skóla­námi, en skóla­skyld­an var ekki lengri á þess­um tíma í Íran, og fór síðan til borg­ar­inn­ar Kerm­an þegar hann var 13 ára gam­all til að vinna í bygg­ing­ar­vinnu fyr­ir skuld­um fjöl­skyld­unn­ar. Hann lyfti lóðum í frí­tíma sín­um auk þess að hlýða á pre­dik­an­ir rót­tæks klerks, Hojjat Kamyab.

Magnús Þorkell Bernharðsson.
Magnús Þorkell Bern­h­arðsson. Ljós­mynd/​Williams Col­l­e­ge

Fljót­lega eft­ir fall keis­ar­ans gekk So­leimani til liðs við bylt­ing­ar­verði Írans og hlaut þar sína einu herþjálf­un, tveggja mánaða þjálf­un­ar­nám­skeið. Góðar gáf­ur, hug­rekki, mis­kunn­ar­leysi og heppni sem rann sitt ævi­skeið í síðustu viku varð til þess að þegar hann lést var hann einn áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Þrátt fyr­ir að vera Írani og bú­sett­ur þar var Qa­sem So­leimani senni­lega áhrifa­mesti maður­inn í Írak og hef­ur verið það allt frá falli Saddam Hus­sein. Hann lagði lín­urn­ar við mynd­un rík­is­stjórna, stýrði stjórn­mála­stefnu Íraks og árum sam­an bar hann ábyrgð á árás­um á her­menn í her Banda­ríkj­anna í land­inu.

Fyr­ir rúm­um ára­tug sendi hann Dav­id Petra­eus, sem þá var ný­tek­inn við sem yf­ir­hers­höfðingi Banda­ríkja­hers í Írak, eft­ir­far­andi texta­skila­boð: „Kæri Petra­eus hers­höfðingi, þú ætt­ir að vita að ég stýri stefnu Írans í Írak, Líb­anon, Gaza og Af­gan­ist­an.“

Á þess­um tíma var Sýr­land ekki talið með en þegar borg­ara­styrj­öld­in hófst þar árið 2011 fór So­leimani úr skugga njósna­meist­ar­ans í kast­ljós alþjóðasam­fé­lags­ins. Hann studdi for­seta Sýr­lands, Bash­ar al Assad, í gegn­um súrt og sætt og tryggði stöðu hans í embætti.

AFP

Talið er að So­leimani hafi átt hlut að máli í fjöl­mörg­um hryðju­verka­árás­um og víg­um í heim­in­um, allt frá morðinu á for­sæt­is­ráðherra Líb­anon, Rafik Har­iri, árið 2005 og tveim­ur sprengju­til­ræðum í Bu­enos Aires á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar en alls lét­ust yfir 100 manns í þeim.

Eitt fyrsta verk­efni So­leimani hjá ír­önsku bylt­ing­ar­vörðunum var að aðstoða aðskilnaðarsinna Kúrda í norðvestri. Næsta verk­efni var stríðið á milli Írans og Íraks sem hófst með inn­rás Íraks í Íran 1980. Átta ára stríð ríkj­anna kostaði líf yfir millj­ón­ar manna hjá báðum þjóðum.

Magnús Þorkell seg­ir að So­leimani hafi verið mjög áhuga­verður ein­stak­ling­ur. Hann hafi hlotið tak­markaða mennt­un og fyrst vakið at­hygli fyr­ir fram­göngu sína í stríðinu við Írak. Marg­ir hafi séð í hon­um framtíðarleiðtoga sem ekki var klerk­ur en mjög af­kasta­mik­ill í starfi sínu hjá bylt­ing­ar­vörðunum.

Ali Khamenei við kistu Soleimani í morgun.
Ali Khamenei við kistu So­leimani í morg­un. AFP

Að stríðinu loknu beind­ust sjón­ir hans að bar­átt­unni við fíkni­efna­smygl á landa­mær­um Af­gan­ist­ans. Góður ár­ang­ur hans þar varð til þess að tryggja hon­um her­for­ingja­stöðu yfir Quds-sér­sveit­un­um sem hafa það verk­efni að sinna hags­mun­um Írans er­lend­is. Quds-sveit­irn­ar (en nafnið kem­ur úr ar­ab­ísku og þýðir Jerúsalem og vís­ar til þess að sveit­irn­ar voru stofnaðar til þess að ná yf­ir­ráðum yfir borg­inni) heyra ekki und­ir for­seta lands­ins held­ur beint und­ir erkiklerk­inn sem er mun valda­meiri en for­seti lands­ins.

Magnús seg­ir að ef hug­mynd­in á bak við morðið hafi verið sú að veikja bylt­ing­ar­verðina sé ólík­legt að þeim verði að ósk sinni því aðrir komi í hans stað og lít­il miðstýr­ing sé inn­an her­sveit­anna.

Þrátt fyr­ir að starfs­svið So­leimani hafi einkum verið er­lend­is var hann afar áhrifa­mik­ill í Íran og fljót­lega eft­ir að hann tók við stjórn Quds árið 1998 var hann meðal hóps her­for­ingja í bylt­ing­ar­verðinum sem vöruðu for­seta Írans, Mohammad Khatami, við því að láta mót­mæli stúd­enta af­skipta­laus. Að öðrum kosti myndu þeir grípa inn. Þetta varð vænt­an­lega til þess að lög­regl­an braut mót­mæl­in á bak aft­ur líkt og hún gerði ára­tug síðar.

AFP

Á sama tíma og hann er tal­inn hafa stýrt árás­um á Banda­rík­in studdi hann Banda­rík­in, helsta and­stæðing sinn, í bar­átt­unni við talib­ana eft­ir 11. sept­em­ber 2001 og síðar myndaði hann óop­in­bert banda­lag með Banda­ríkja­mönn­um í bar­átt­unni gegn víga­sveit­um Rík­is íslams.

Árið 2013 sagði John Maguire, sem stýr­ir stofn­un sem fer með hryðju­verka­varn­ir Banda­ríkj­anna en var áður hjá CIA, í viðtali við The New Yor­ker að So­leimani væri valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Ítrekað hef­ur verið reynt að drepa So­leimani án ár­ang­urs en fyr­ir átján mánuðum tókst Banda­ríkja­her nán­ast ætl­un­ar­verkið. Í kjöl­farið varaði hann Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, við og sagði að hann myndi hefja stríðið en Íran­ar myndu ljúka því.

AFP

Eft­ir því sem So­leimani varð þekkt­ari op­in­ber­lega juk­ust vin­sæld­ir hans í heima­land­inu. Heim­ild­ar­mynd­ir, fréttaþætt­ir og jafn­vel pop­p­lög voru til­einkuð hon­um. Hann lét held­ur ekki sitt eft­ir liggja og var dug­leg­ur við að láta mynda sig með her­mönn­um á víg­vell­in­um og pískrað var um að hann stefndi á embætti for­seta. Orðróm­ur sem hann neitaði að standa á bak við.

En þegar kallið kom var það blóðugt og skyndi­legt. Banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið greindi frá því 3. janú­ar að hernaðaraðgerð hon­um til höfuðs hafi skilað ár­angri og aðgerðin hafi verið und­ir leiðsögn for­seta Banda­ríkj­anna.

AFP

Árás­in var gerð með dróna og seg­ir Magnús Þorkell að marg­ir séu áhyggju­full­ir vegna þess því áður hafi aðeins CIA notað dróna en nú sé Banda­ríkja­her far­inn að beita þeim í hernaði. Drón­ar séu mun ná­kvæm­ari en herþotur og því sé auðveld­ara að hæfa skot­mörk með mik­illi ná­kvæmni. Aug­ljóst sé að Banda­ríkja­menn fengu upp­lýs­ing­ar um ferðir So­leimani ein­hvers staðar frá. Hvort sem það er frá Mossad, leyniþjón­ustu Ísra­els, eða ann­ars staðar frá. Það veki líka spurn­ing­ar um fram­haldið hvað varðar Ísra­ela og stöðu for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Benjam­ins Net­anya­hu. Eins hvað Rúss­ar muni gera og Kín­verj­ar en leiðtog­ar ríkj­anna beggja hafa gagn­rýnt árás­ina á So­leimani.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að árásum verði svarað af …
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hót­ar því að árás­um verði svarað af þunga. AFP

Trump hef­ur ekki legið á skoðunum sín­um í garð So­leimani enda er talið að hann hafi stutt dyggi­lega við Hez­bollah í Líb­anon og Ham­as í Palestínu. Allt frá inn­rás Banda­ríkja­hers í Írak árið 2003 studdi So­leimani víga­sam­tök í að gera árás­ir á banda­ríska her­menn og her­stöðvar með þeim af­leiðing­um að hundruð lét­ust.

Hann er líka tal­inn hafa haft mik­il áhrif á stöðu Assad for­seta Sýr­lands líkt og hér kom að fram­an og hvernig hann beitt her sín­um gegn upp­reisn­ar­hóp­um árið 2011. Talið er að Assad geti þakkað Íran og Rúss­um fyr­ir að hafa haldið völd­um í Sýr­landi en rík­in tvö hafa tekið mik­inn þátt í loft­árás­um og öðrum hernaði í héruðum þar sem stjórn­ar­and­stæðing­ar höfðu náð völd­um.

AFP

So­leimani mætti ít­rekað í út­far­ir Írana sem voru drepn­ir í Sýr­landi og Írak og fór oft til Líb­anon, Sýr­lands og Írak en áhrif Írana hafa auk­ist jafnt og þétt í þess­um lönd­um und­an­far­in ár. Þegar hann var drep­inn var hann á leið frá flug­vell­in­um í Bagdad með fleir­um, þar á meðal Abu Mahdi al-Muhand­is, sem stýrði her­sveit­um Kataib Hez­bollah, sem einnig lést í árás­inni.

Í apríl í fyrra lýsti ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo, bylt­ing­ar­vörðum Írans og Quds-her­sveit­unum sem hryðju­verka­sam­tök­um. Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna seg­ir að Quds hafi fjár­magnað, þjálfað og út­vegað hryðju­verka­hóp­um í Mið-Aust­ur­lönd­um vopn, þar á meðal Hez­bollah og víga­sam­tök­unum Íslamskt ji­had (Palest­ini­an Islamic Ji­had) sem eru með höfuðstöðvar í Gaza.

Enn á eft­ir að koma í ljós hver áhrif­in af dráp­inu á So­leimani verða á vænt­ing­ar yf­ir­valda í Íran um að byggja upp veldi síja-mús­líma. Hann kom að stjórn stríða í Írak, Sýr­landi, Líb­anon og Jemen og breytti stöðunni í sýr­lenska stríðinu og herti tök Írans á Írak. Dauði hans á vænt­an­lega eft­ir að valda frek­ari spennu á þessu svæði á sama tíma og marg­ir krefjast hefnda.

MQ-9 Reaper-dróni.
MQ-9 Rea­per-dróni. AFP

Sér­stakt ástand var í miðborg Teher­an í morg­un þegar fólk streymdi þangað til að minn­ast Qa­sem So­leimani, hetj­unn­ar sem var drep­in í árás Banda­ríkja­hers. Ung­ir og gaml­ir tróðust sam­an öxl í öxl um göt­ur borg­ar­inn­ar. „Hann var hetja. Hann varðist Daesh (Ríki íslams),“ sagði ung kona sem fréttamaður AFP ræddi við í morg­un. „Það sem Banda­rík­in gerðu er glæp­ur. Ég er hér til þess að syrgja písl­ar­vott. Það verður að bregðast við en við vilj­um ekki stríð. Það vill eng­inn stríð,“ bætti hún við.

Sam­kvæmt frétt í rík­is­sjón­varp­inu í Íran voru marg­ar millj­ón­ir á göt­um úti til þess að syrgja og æðsti klerk­ur lands­ins, Ali Khamenei, hef­ur hótað Banda­ríkj­un­um hefnd­um. Khamenei grét yfir kistu So­leimani í morg­un en auk hans voru fimm aðrir, sem einnig dóu sem písl­ar­vott­ar, born­ir til graf­ar í dag.

Zeinab Soleimani flutti líkræðu við útför föður hennar í dag.
Zeinab So­leimani flutti líkræðu við út­för föður henn­ar í dag. AFP

Í fyrstu ríkti þögn eða þangað til barn klifraði upp í tré og kallaði: Dauðinn bíður Banda­ríkj­anna. Fólk allt í kring tók und­ir og fljót­lega barst há­vært söngl um all­ar göt­ur, dauðinn bíður Banda­ríkj­anna og dauðinn bíður kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar í Sádi-Ar­ab­íu.

Drápið hef­ur þegar haft mik­il áhrif en enn er óljóst hvert fram­haldið verður. Hvort hót­an­ir Khamenei og Trumps verða að veru­leika eður ei.

Magnús Þorkell á ekki von á því að Íran fari í stríð við Banda­rík­in enda óðs manns æði. Hann seg­ist frek­ar eiga von á því að Íran­ar geri árás­ir á banda­rísk skot­mörk en hvar, hvenær eða með hvaða hætti sé ómögu­legt að segja til um. Drápið á So­leimani muni þjappa ír­önsku þjóðinni sam­an en und­an­farið hef­ur ríkt mik­il óánægja meðal margra Írana í garð stjórn­valda. Það muni ef­laust breyt­ast nú líkt og mynd­ir frá út­för­inni í dag sýna þar sem millj­ón­ir syrgi So­leimani.

Adel Abdul Mahdi var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í íraska þinginu í …
Adel Abd­ul Mahdi var viðstadd­ur at­kvæðagreiðsluna í íraska þing­inu í gær. AFP

Meðal þeirra eru fjöl­marg­ir um­bóta­sinn­ar sem eru and­snún­ir rík­is­stjórn Hass­an Rou­hani en líta á drápið á So­leimani sem árás á alla Írana. Eða líkt og há­skóla­stúd­ent, sem New York Times ræddi við í dag, sagði: Ég taldi mig ör­ugg­an vit­andi af hon­um. Dótt­ir So­leimani, Zeinab So­leimani, sagði í líkræðu í dag að Banda­rík­in og Ísra­el stæðu frammi fyr­ir myrk­um dög­um. „Þú bilaði Trump, tákn­mynd fá­visk­unn­ar, þræll síon­ista, ekki láta þig dreyma um að morðið á föður mín­um muni binda endi á allt.“

Enn á eft­ir að koma í ljós hvaða áhrif at­kvæðagreiðslan á íraska þing­inu á eft­ir að hafa. Talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans seg­ir að hlut­verk banda­rískra her­manna verði tak­markað við þjálf­un og ráðgjöf. Þeim verði ekki heim­ilt að yf­ir­gefa her­stöðvar sín­ar eða að fljúga inn­an íraskr­ar loft­helgi á meðan ákvörðun um fram­haldið verður tek­in.

Þrátt fyr­ir að at­kvæðagreiðslan í gær, þar sem samþykkt var mót­atkvæðalaust að vísa banda­rísk­um her­mönn­um úr landi, sé ekki bind­andi er ljóst að Mahdi styður til­lög­una.

AFP

Árás­in er af mörg­um álit­in brot á full­veldi lands­ins og í gær var greint frá því að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi kallað sendi­herra Banda­ríkj­anna á sinn fund og eins fögnuðu stjórn­völd í Íran niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar.

AFP

Mahdi var harðorður í gær en held­ur dró úr því í dag eft­ir að hann ræddi í síma við for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, og að því sam­tali loknu sagðist Mahdi hafa sam­mælst við Macron um að ræða mál­in áfram og ekki yrði tek­in ákvörðun að óat­huguðu máli. Þeir hafi rætt um að brott­hvarf er­lendra her­sveita frá Írak yrði með þeim hætti að það hefði ekki slæm áhrif á bar­átt­una við Ríki íslams og að full­veldi Íraks yrði tryggt. Jafn­framt sam­band Íraks við alþjóðlegt sam­starf í bar­átt­unni við Ríki íslams í Írak. Það er eitt­hvað sem erfitt er að fram­kvæma án aðkomu Banda­ríkja­hers því afar ólík­legt er að her­menn annarra ríkja verði þar áfram í fjar­veru Banda­ríkja­hers. 

Meðal ann­ars byggt á frétt­um AFP, BBC, Guar­di­an, CNN, New York Times og Politiken auk viðtals við Magnús Þor­kel Bern­h­arðsson í síma í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert