Sendu skeyti um brottflutning frá Írak fyrir mistök

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, og hershöfðinginn Mark Milley þverneita fyrir …
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, og hershöfðinginn Mark Milley þverneita fyrir að til standi að Bandaríkjaher yfirgefi Írak. AFP

Skeyti sem yfirmenn í bandaríska hernum sendu samstarfsmönnum sínum í íraska hernum um að Bandaríkjaher ætlaði sér að yfirgefa Írak á næstu dögum og vikum var „ósvikið“ en var sent fyrir mistök. Þetta segir Mark Milley, hershöfðingi í bandaríska hernum.

Greint var frá því fyrr í kvöld að skeytið hefði verið sent og að Bandaríkjaher ætlaði að hefja undirbúning brottflutnings frá Írak á næstu dögum. Tilvist og efni skeytisins var staðfest af fulltrúum varnamálaráðuneyta Bandaríkjanna og Írak en nú hafa Bandaríkjamenn leiðrétt þann misskilning.

„Þetta voru mistök McKenzie. Það átti ekki að senda skeytið,“ sagði Milley við fjölmiðla í Bandaríkjunum er hann var spurður um málið og vísaði þar til hershöfðingjans Frank McKenzie.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, neitaði því einnig að til stæði að draga herlið Bandaríkjanna frá Írak.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að yfirgefa Írak. Punktur,“ sagði Esper og bætti því við að skeytið lýsti ekki vilja Bandaríkjastjórnar.

Mark Esper segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að …
Mark Esper segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að yfirgefa Írak. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert