Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar Íran við því að gera, …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar Íran við því að gera, það sem hann segir, stór mistök. AFP

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, tel­ur all­ar lík­ur á því að ír­ansk­ar her­sveit­ir muni gera árás á her­sveit­ir Banda­ríkj­anna til að hefna fyr­ir morðið á Qa­sem So­leimani sem var drep­inn aðfaranótt föstu­dags síðastliðins.

„Við telj­um að það séu sterk­ar lík­ur á því að Íran geri mis­tök og ákveði að ráðast á her­sveit­ir okk­ar í Írak eða her­menn okk­ar í norðaust­ur­hluta Sýr­lands,“ sagði ráðherr­ann við banda­ríska fjöl­miðil­inn Fox News í gær­kvöldi er hann var spurður út um­mæli æðsta klerks Írans sem hef­ur heitið grimmi­leg­um hefnd­um vegna loft­árás­ar­inn­ar sem grandaði So­leimani og fleir­um.

„Það yrðu mik­il mis­tök af hálfu Írans,“ bætti Pom­peo við.

Um 60 þúsund banda­rísk­ir her­menn eru í Mið-Aust­ur­lönd­um, þar á meðal um 5.200 í Írak. Þrjú þúsund til viðbót­ar voru send­ir þangað í kjöl­far þess að So­leimani var drep­inn.

Pom­peo sagði Banda­rík­in vera búin und­ir ým­is­kon­ar viðbrögð frá Íran, þar á meðal tölvu­árás­ir.

Íraksþing vill er­lenda her­menn úr landi

Hass­an Nasrallah, hers­höfðingi Hez­bolla-sam­tak­anna í Líb­anon, sem studd­ur er af ír­önsk­um stjórn­völd­um, tók í gær und­ir orð æðsta klerks Írans og lofaði hefnd­um með því að ráðast að Banda­ríkja­mönn­um.

„Banda­ríski her­inn myrti þá og þeir munu borga fyr­ir það,“ sagði Nasrallah.

Lög­gjaf­arþingið í Írak samþykkti í þings­álykt­un í gær um að þessi yrði kraf­ist að er­lend­ir her­menn yf­ir­gæfu landið. Banda­rísk­ar her­sveit­ir hafa verið þar síðan árið 2014 þegar stjórn­völd þar í landi buðu þeim að koma þangað og aðstoða í stríðinu við Íslamska ríkið.

Mike Pom­peo seg­ist þó full­viss um að ír­ak­ar vilji hafa banda­rísk­ar her­sveit­ir áfram í land­inu til að aðstoða stjórn­völd í bar­átt­unni við hryðju­verka­sam­tök.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert