Segjast hafa skotið vélina óvart niður

Írönsk yfirvöld hafa játað að farþegaþotunni hafi verið grandað.
Írönsk yfirvöld hafa játað að farþegaþotunni hafi verið grandað. AFP

Íran­ar segja að her­inn hafi óvart skotið niður úkraínsku farþegaþot­una en með henni fór­ust all­ir um borð, 176 manns. Þetta kem­ur fram í frétt ír­anska rík­is­sjón­varps­ins.

Í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um kem­ur fram að þetta hafi verið mann­leg mis­tök eft­ir að farþegaþotan flaug ná­lægt viðkvæm­um stöðum sem til­heyra ír­önsku bylt­ing­ar­vörðunum. Fyr­ir mis­tök hafi verið talið að um óvin­veitt skot­mark væri að ræða og því hafi farþegaþot­unni verið grandað með flug­skeyti. Þeir sem bera ábyrgð á þess­um mis­tök­um verði látn­ir gjalda þess. 

Skelfi­leg og ófyr­ir­gef­an­leg mis­tök

Áður höfðu Íran­ar hafnað slík­um ásök­un­um — að flug­skeyti á þeirra veg­um hafi grandað farþegaþot­unni skammt frá höfuðborg­inni Teher­an. 

For­seti Írans, Hass­an Rou­hani, seg­ir að þjóðin iðrist inni­lega fyr­ir að hafa skotið niður úkraínsku farþegaþot­una sem séu skelfi­leg og ófyr­ir­gef­an­leg mis­tök. Rann­sókn verði haldið áfram og þeir sótt­ir til saka sem beri ábyrgð. 

Ut­an­rík­is­ráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, baðst af­sök­un­ar fyr­ir hönd lands­ins í morg­un og send­ir samúðarkveðjur til þeirra sem urðu fyr­ir þess­um mann­legu mis­tök­um. „Þetta er dap­ur dag­ur,“ skrif­ar Zarif á Twitter. Mann­leg mis­tök gerð á erfiðum tím­um. Hættu­leg áhættu­sækni Banda­ríkja­manna ber ábyrgð á þess­um hörm­ung­um, skrif­ar hann einnig og biður fjöl­skyld­ur allra fórn­ar­lambanna og annarra sem þetta hafði áhrif á af­sök­un­ar.

Ættingjar og vinir þeirra sem fórust komu saman í Ottawa …
Ætt­ingj­ar og vin­ir þeirra sem fór­ust komu sam­an í Ottawa í Kan­ada en 57 Kan­ada­menn lét­ust. AFP

For­sæt­is­ráðherra Kan­ada, Just­in Trudeau, seg­ir að öll kanadíska þjóðin syrgi og þetta sé at­b­urður sem snerti alla þjóðina. Hann krefst þess að gagn­sæi ríki um or­sök þess að flug­vél­in var skot­in niður og bóta fyr­ir fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust.

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar rúss­neska þings­ins, Konst­ant­in Kosachev, seg­ir að Íran­ar verði að læra af mis­tök­un­um. Ef niður­stöður flug­rita og rann­sókn á flug­slys­inu sýni ekki fram á að flug­vél­in hafi verið skot­in vilj­andi niður eigi að ljúka þessu máli. Seg­ist hann von­ast til þess að all­ir aðilar læri sína lex­íu af þess­um mis­tök­um. 

For­seti Úkraínu krefst þess að þeir sem beri ábyrgð verði dregn­ir til ábyrgðar og að bæt­ur verði greidd­ar til þeirra sem eiga um sárt að binda. 

Volodímír Zelenskí seg­ist gera þá kröfu að stjórn­völd í Íran refsi þeim sem beri ábyrgð á að hafa grandað úkraínsku farþegaþot­unni og greidd­ar verði miska­bæt­ur. Að menn verði dregn­ir fyr­ir dóm og bætt­ur greidd­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert