Segir ástandið Bandaríkjunum að kenna

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans.
Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans. AFP

Æðstiklerk­ur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, hef­ur kallað eft­ir því að ríki Mið-Aust­ur­landa standi sam­an til að sigr­ast á óstöðug­leika á svæðinu sem Banda­rík­in og banda­menn þeirra hafa valdið með viðveru sinni á svæðinu. 

„Nú­ver­andi ástand á svæðinu krefst þess — meira en nokkru sinni fyrr — að við styrkj­um sam­bönd á milli landa á svæðinu á sama tíma og við forðumst áhrif út­lend­inga,“ sagði klerk­ur­inn. 

„Ástæða þessa óstöðuga ástands sem er nú á svæðinu okk­ar er spillt viðvera Banda­ríkj­anna og áhang­enda þeirra. Eina leiðin til að mæta þessu er að treysta á sam­vinnu á svæðinu,“ bætti hann við. 

Mik­il spenna hef­ur verið á svæðinu í kjöl­far þess að Qa­sem So­leimani var veg­inn í árás Banda­ríkja­manna í Írak.

Í dag kölluðu Frakk­land, Þýska­land og Bret­land eft­ir því að Íran virði skuld­bind­ing­ar sín­ar sam­kvæmt kjarn­orku­sam­komu­lag­inu frá ár­inu 2015. Rík­in hafa leit­ast eft­ir því að bjarga sam­komu­lag­inu eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði Banda­rík­in frá því árið 2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert