Sprenging varð í íbúðarhúsnæði í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Samkvæmt sænskum miðlum særðist enginn en töluverðar skemmdir urðu á húsinu og bílum í grennd við það.
Ekki er vitað hvað olli sprengingunni sem varð í Östermalm-hverfinu í Stokkhólmi.
„Á þessum tímapunkti er ómögulegt að segja til um hvort sprengingin varð inni í húsinu eða fyrir utan það,“ sagði talsmaður sænsku lögreglunnar í samtali við Aftonbladet en málið er til rannsóknar.
Kraftig explosion i Stockholm – flera trappuppgångar evakueras: ”Det lät som att hela huset skulle ramla”https://t.co/1ZtRBibSEx pic.twitter.com/l1hgDfEcCU
— Expressen (@Expressen) January 13, 2020
Önnu sprenging varð í Uppsala, um 70 kílómetra norður af Stokkhólmi, um klukkan þrjú í nótt. Þar særðist heldur enginn en ekki er talið að tengsl séu á milli sprenginganna.