Taal gæti spúð ösku í margar vikur

Fiskveiðar stundaðar undir öskumekkinum frá Taal. Tugþúsundir íbúa hafa yfirgefið …
Fiskveiðar stundaðar undir öskumekkinum frá Taal. Tugþúsundir íbúa hafa yfirgefið heimili sín og gista nú í neyðarskýlum yfirvalda. AFP

Eld­fjallið Taal á Fil­ipps­eyj­um gæti spúð hrauni og ösku í marg­ar vik­ur, sam­kvæmt yf­ir­völd­um þar í landi. Tug­ir þúsunda íbúa í grennd­inni hafa lagt á flótta frá heim­il­um sín­um af ótta við öfl­ugt sprengigos í fjall­inu, sem rumskaði af krafti á sunnu­dag.

Taal er sunn­an við Manilla, höfuðborg Fil­ipps­eyja. Marg­ir sem lögðu á flótta und­an elds­hrær­ing­un­um fóru í mikl­um flýti af svæðinu.

„Við skild­um allt eft­ir nema föt­in sem við stönd­um í,“ seg­ir sjó­maður­inn Robert Ca­diz í sam­tali við AFP-frétta­stof­una, en hann er einn af yfir 30 þúsund íbú­um sem nú haf­ast við í neyðar­skýl­um og vita ekk­ert hvenær þeir kom­ast heim á ný. „Við vor­um skelf­ingu lost­in,“ seg­ir hann um sig og sína.

Öskufallið frá Taal hefur litað borgina Tagaytay, sunnan við Manilla, …
Ösku­fallið frá Taal hef­ur litað borg­ina Tagaytay, sunn­an við Manilla, gráa. AFP

Ger­ald Aseoche er þrítug­ur fjög­urra barna faðir, sem hélt af stað frá hættu­svæðinu án þess að taka mikið með sér, nema jú auðvitað börn­in. Í sam­tali við AFP seg­ist hann von­ast til þess að eld­hrær­ing­arn­ar standi ekki lengi yfir, þar sem hann missi vinnu sína sem mál­ari ef hann kom­ist ekki skjótt aft­ur til starfa.

Enn hætta á sprengigosi

Taal er eitt virk­asta eld­fjall Fil­ipps­eyja og gaus síðast árið 1977, en þar áður hafði fjallið gosið árið 1965. Þá lét­ust 200 manns í um­brot­un­um.

Renato Solidum, for­stöðumaður jarðfræðistofn­un­ar lands­ins, seg­ir að mögu­lega séu mánuðir þar til eld­fjallið legg­ist í dvala á ný. Enn er hætta á að sprengigos verði – og sú viðvör­un gæti varað í marg­ar vik­ur. Á meðan svo er er ekki óhætt fyr­ir þá sem ruku að heim­an á sunnu­dag að snúa til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert