Olíufyrirtæki styrkir forsæti Króata í ESB

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Andrej Plenkovic, …
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Andrej Plenkovic, forsætisráðherra Króatíu, á fundi fyrr í mánuðinum sem markaði upphafi forsætis landsins. AFP

Króa­tíska olíu­fé­lagið INA er einn styrkt­araðila sex mánaða for­sæt­is Króata í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hófst nú um ára­mót. Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur­inn EU­obser­ver.

Fyr­ir­tækið, sem er að hluta til í rík­is­eigu, verður kynnt sem „op­in­ber eldsneyt­is­birg­ir“ for­sæt­is­ins, sem kann að þykja kald­hæðnis­legt á sama tíma og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ný­verið kynnt svo­nefnd­an Græn­an sam­fé­lags­sátt­mála (Europe­an Green Deal) um 100 millj­arða evra fjár­fest­ingaráætl­un sem ætlað er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og tryggja að sam­bandið verði „kol­efn­is­hlut­laust“ árið 2050.

Í skrif­legu svari skrif­stofu króa­tíska for­sæt­is­ins við fyr­ir­spurn EU­obser­ver kem­ur fram að samið hafi verið við sjö króa­tísk fyr­ir­tæki um stuðning, en meðal þeirra eru mat­væla­fyr­ir­tæk­in Jana, Franck og Juicy.

Orðið að hefð

Stuðning­ur fyr­ir­tækj­anna mun fara í kostnað sem króa­tíska ríkið ber af funda­haldi vegna for­sæt­is­ins. Hefð hef­ur skap­ast inn­an sam­bands­ins um að sú þjóð sem tek­ur að sér for­sæti, í sex mánuði í senn, leiti á náðir stór­fyr­ir­tækja til að ná upp í þann kostnað. Má þar nefna að Finn­ar, sem fóru með for­sætið á seinni hluta síðasta árs, sömdu við stór­fyr­ir­tæki á borð við BMW, Renault, Mercedes og Coca-Cola, við mis­jöfn viðbrögð.

Tæp­lega hundrað Evr­ópuþing­menn rituðu bréf til finnskra stjórn­valda, sem fóru með for­sætið seinni hluta síðasta árs, þar sem þeir fóru fram á meira gagn­sæi við ákvörðun á styrkt­araðilum, en hvöttu jafn­framt til þess að lokað yrði á aðkomu fyr­ir­tækja að for­sæt­inu enda hefðu þau mörg hver hags­muni af því að hafa áhrif á ákv­arðana­töku sam­bands­ins.

Þá hef­ur Em­ily O'Reilly, umboðsmaður Evr­ópu­sam­bands­ins, viðrað áhyggj­ur af því að aug­lýs­inga­samn­ing­arn­ir kunni að gefa þá mynd að fyr­ir­tæk­in hafi völd yfir laga­setn­ingu og ákv­arðana­töku inn­an sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert