Ætlar að brúa bilið milli svartra og hvítra

Michael Bloomberg á kosningafundi í New York fyrir helgi.
Michael Bloomberg á kosningafundi í New York fyrir helgi. AFP

Michael Bloom­berg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York og þátt­tak­andi í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um næsta haust, hét því í dag að minnka bilið í dreif­ingu auðs milli svartra og hvítra, á kosn­inga­fundi í Okla­homa-ríki í dag.

Sama hlut­fall og '62

„Þú snýrð ekki við hundruðum ára af þjófnaði og mis­notk­un ein­ung­is með til­raun­um til að leiða í lög jöfn rétt­indi,“ sagði Bloom­berg á fundi í Tulsa í dag, en Banda­rík­in skera sig úr hópi þróaðra ríkja vegna mik­ill­ar mis­skipt­ing­ar auðs. Seg­ir Reu­ters frétta­stof­an að að sögn rann­sak­enda seðlabanka Banda­ríkj­anna  hafi hvít heim­ili (e. white hou­sehoulds) árið 2016 átt að meðaltali um sex sinn­um meira en heim­ili svartra. Sé það svipað hlut­fall og var árið 1962.

Bloom­berg sagði enn frem­ur á fundi sín­um í Tulsa að hann ætlaði að hjálpa einni millj­ón svartra Banda­ríkja­manna að verða fast­eigna­eig­end­ur yfir tíu ára tíma­bil, meðan hann myndi einnig fjölga fyr­ir­tækj­um í eigu svartra. Þá hét hann að verja 70 millj­örðum doll­ara í að minnka fá­tækt í hverf­um bág­staddra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert