„Þeir vilja ekki sanngjörn réttarhöld“

Bandaríska þinghúsið í Washington í gærkvöldi.
Bandaríska þinghúsið í Washington í gærkvöldi. AFP

Re­públi­kan­ar og demó­krat­ar tók­ust harka­lega á í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings í gær og fram á nótt um fyr­ir­komu­lagið á rétt­ar­höld­un­um yfir Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, sem re­públi­kan­ar eru sakaðir um að hafa hannað til að verja for­set­ann.

Demó­krat­ar notuðu tæki­færið til þess að vekja at­hygli á þeim gögn­um sem þeir segja að sýni fram á sekt Trumps, en hann hef­ur verið ásakaður af full­trúa­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir að mis­nota vald sitt og halda enn frem­ur upp­lýs­ing­um frá þing­inu.

Vörðust öll­um sókn­um demó­krata

Re­públi­kön­um tókst hins veg­ar að verj­ast öll­um til­raun­um demó­krata til þess að breyta fyr­ir­komu­lag­inu á rétt­ar­höld­un­um en þeir hafa meiri­hluta í öld­unga­deild­inni, 53 þing­menn af eitt hundrað. Þessi fyrsti dag­ur rétt­ar­hald­anna tók 13 klukku­stund­ir.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Von­ir re­públi­kana standa til þess að hægt verði að ljúka af­greiðslu máls­ins fyr­ir lok þessa mánaðar sam­kvæmt frétt AFP. Demó­krat­ar hafa harðlega gagn­rýnt þá ákvörðun Mitchs McConn­ell, leiðtoga re­públi­kana í öld­unga­deild­inni, að kalla ekki fyr­ir vitni.

„Þeir vilja ekki sann­gjörn rétt­ar­höld,“ er haft eft­ir full­trúa­deild­arþing­mann­in­um Adam Schiff í frétt­inni en hann fer fyr­ir sak­sókn­ur­um demó­krata í mál­inu. „Þeir vilja ekki að þið heyrið í þess­um vitn­um. Þeir vilja ekki að hlut­lægt rétt­læti komi við sögu.“

Rifjuðu upp fyrri um­mæli for­set­ans

Demó­krat­ar rifjuðu upp í tengsl­um við umræðuna að Trump hefði sagt að hann hefði ekk­ert á móti því að vitni kæmu fyr­ir öld­unga­deild­ina vegna máls­ins. Sömu­leiðis vöktu þeir, sem fyrr seg­ir, at­hygli á þeim gögn­um sem þeir telja að sanni sekt for­set­ans.

Viðbrögð lög­fræðinga re­públi­kana voru þau að segja að rann­sókn full­trúa­deild­ar­inn­ar á Trump hefði ekki verið sann­gjörn. Hafa þeir sakað demó­krata um póli­tíska til­raun til þess að koma höggi á for­set­ann fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber.

Adam Schiff, fulltrúadeildarþingmaður demókrata.
Adam Schiff, full­trúa­deild­arþingmaður demó­krata. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka