„Þeir hentu lifandi börnum inn í ofnana“

Eftirlifendur helfararinnar komu saman í Auschwitz í dag.
Eftirlifendur helfararinnar komu saman í Auschwitz í dag. AFP

„Þeir hentu börn­um lif­andi inn í ofn­ana. Þegar þú hef­ur horft á það og þú spyrð hvort ég geti sofið, sofið? Hvernig á ég að geta sofið?“ „Við vilj­um að næsta kyn­slóð geri sér grein fyr­ir hvað við geng­um í gegn­um og að þetta eigi aldrei að ger­ast aft­ur.“ Þetta er meðal þess sem fólk sem komst lífs af úr Auschwitz seg­ir en í dag er þess minnst að 75 ár eru liðin frá frels­un út­rým­ing­ar­búðanna.  

Blómsveigar voru lagðir við dauðavegginn í Auschwitz en þar var …
Blóm­sveig­ar voru lagðir við dauðavegg­inn í Auschwitz en þar var fólki raðað upp og það skotið til bana. AFP

Um 200 eft­ir­lif­end­ur taka þátt í minn­ing­ar­at­höfn­inni í Auschwitz í Póllandi í dag ásamt stjórn­mála­leiðtog­um og kon­ung­bornu fólki víða að.

Al­berto Isra­el, sem er 93 ára gam­all gyðing­ur bú­sett­ur í Brus­sel, er meðal þeirra. Hann var send­ur til Auschwitz árið 1944 þegar hann var 17 ára gam­all. Hann lýsti því fyr­ir frétta­mönn­um Sky News hvernig hann horfði á þegar börn­um var varpað inn í gasofn­ana. Það versta sé að hafa ekki getað komið í veg fyr­ir þetta. Öll fjöl­skylda Isra­els var drep­in af nas­ist­um. For­eldr­ar hans og bróðir voru drep­in í Auschwitz, í fanga­búðum nas­ista þar sem karl­ar, kon­ur og börn voru svelt, notuð sem til­rauna­dýr og drep­in. Þetta var staður þar sem eng­in mörk voru fyr­ir illsk­unni. 

Helfararinnar minnst í dag.
Helfar­ar­inn­ar minnst í dag. AFP

Aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að ekki megi líta svo á að hel­för­in hafi ein­ung­is verið geðbiluð ill­virki nas­ista, held­ur há­tind­ur aldagam­als gyðinga­hat­urs, að því er fram kem­ur á vef upp­lýs­inga­skrif­stofu SÞ.

„Það er hættu­leg villa að halda að hel­för­in hafi ein­fald­lega verið ár­ang­ur geðbil­un­ar glæpa­hóps nas­ista. Þvert á móti var hel­för­in há­tind­ur þess sem nú er kallað gyðinga­hat­ur eða árþúsunda gam­als hat­urs þar sem gyðing­ar voru gerðir að blóra­böggl­um og mis­munað.“

Aðal­fram­kvæmda­stjór­inn António Guter­res lét þessi orð falla í ávarpi í til­efni af alþjóðleg­um minn­ing­ar­degi um fórn­ar­lömb helfar­ar­inn­ar. Hann er hald­inn 27. janú­ar ár hvert en þann dag árið 1945 frelsaði Rauði her­inn Auschwitz-Bir­kenau-út­rým­ing­ar­búðirn­ar í Póllandi úr hönd­um nas­ista og batt þar með endi á Hel­för­ina.

Í ávarpi sínu minn­ir hann á að jafn­vel eft­ir að hörm­ung­ar helfar­ar­inn­ar urðu öll­um ljós­ar, sé gyðinga­hat­ur enn þrálátt.

AFP

„Stund­um tek­ur það á sig nýj­ar mynd­ir og finn­ur sér far­vegi með nýrri tækni, en það er alltaf sama gamla hatrið. Við meg­um aldrei sofna á verðinum. Und­an­far­in ár höf­um við horft upp á fjölg­un árása sem rekja má til gyðinga­hat­urs bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, sem er hluti af ógn­vekj­andi upp­gangi út­lend­inga­hat­urs, homma­hat­urs, mis­mun­un­ar og hat­urs af ýmsu tagi. Jafn­vel nas­ism­an­um vex fisk­ur um hrygg, stund­um op­in­skátt, stund­um í dul­ar­gervi.”

Minn­ing og mennt­un er snar þátt­ur í viðleitni okk­ar til að hindra að sag­an end­ur­taki sig, því fá­vísi skap­ar frjó­an jarðveg fyr­ir rang­ar frá­sagn­ir og ósann­indi. Við tengj­umst kjarn­an­um í sam­mann­leg­um gild­um á borð við sann­leika, virðingu, rétt­læti og sam­líðan með því að skilja sögu okk­ar. Hel­för­in markaði þátta­skil í mann­kyns­sög­unni og heim­ur­inn brást við með því að segja: „Aldrei aft­ur.“

Batcheva Dagan var fangi númer 45554.
Batcheva Dag­an var fangi núm­er 45554. AFP

Fólkið sem enn er á lífi og er komið sam­an í bæn­um Oświęcim, þar sem út­rým­ing­ar­búðirn­ar voru, var­ar við því sem er að eiga sér stað — fjölg­un árása þeirra sem eru blindaðir af gyðinga­h­atri beggja vegna Atlantsála.

Með blárönd­ótt­ar húf­ur og trefla geng­ur hóp­ur­inn und­ir svarta járn­hliðið með áletr­un­inni Arbeit macht Frei. 

AFP

Dav­id Marks, sem er 93 ára gam­all gyðing­ur frá Rúm­en­íu, biður kom­andi kyn­slóðir að gleyma ekki. „Við vilj­um að næstu kyn­slóðir viti hvað við geng­um í gegn­um og að það eigi aldrei að ger­ast aft­ur,“ seg­ir Marks. 35 úr fjöl­skyldu hans voru drepn­ir í Auschwitz.

Frá því um mitt ár 1942 fluttu nas­ist­ar gyðinga víðs veg­ar að úr Evr­ópu í sex fanga­búðir; Auschwitz-Bir­kenau, Belzec, Chelmno, Maj­da­nek, Sobi­bor og Treblinka.

Arbeit macht Frei-hliðið í Auschwitz.
Arbeit macht Frei-hliðið í Auschwitz. AFP

„Þetta snýst um þá sem lifðu af, ekki stjórn­mál,“ seg­ir Ronald Lau­der, yf­ir­maður heimsþings gyðinga. Hann seg­ir að á sama tíma og gyðinga­hat­ur vex í heim­in­um sé það von þeirra að fortíð þeirra sem lifðu af verði ekki framtíð barna þeirra eða barna­barna. 

Á meðan heim­ur­inn vissi í raun ekki hvaða hryll­ing­ur átti sér stað í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista fyrr en Rauði her­inn kom til Auschwitz fyr­ir 75 árum hafði for­ystu­sveit banda­manna fengið löngu fyrr ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um þjóðarmorð á gyðing­um. Í des­em­ber 1942 af­henti rík­is­stjórn Pól­lands, sem var í út­legð í London, banda­mönn­um skjal und­ir heit­inu „Fjölda­morð á gyðing­um í Póllandi her­teknu af Þjóðverj­um“. Þar var að finna ná­kvæm­ar lýs­ing­ar á hel­för­inni þar sem Pól­verj­ar lýstu því sem gerðist. En skjal­inu var stungið und­ir stól og fékk litla sem enga at­hygli. 

Szmul Icek sýnir fanganúmerið frá Auschwitz, 117568.
Szm­ul Icek sýn­ir fanga­núm­erið frá Auschwitz, 117568. AFP

Norm­an Davies, sagn­fræðipró­fess­or í Oxford, seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að miklu af þeim upp­lýs­ing­um sem lagðar voru fram á þess­um árum hafi ein­fald­lega ekki verið trúað. Þrátt fyr­ir há­vær­ar kröf­ur af hálfu Pól­verja og gyðinga um að banda­menn myndu sprengja járn­braut­artein­ana sem lágu til Auschwitz og annarra út­rým­ing­ar­búða taldi her­inn mik­il­væg­ara að ein­blína á hernaðarlega mik­il­væg skot­mörk. Ekki á eitt­hvað sem tengd­ist al­menn­um borg­ur­um, seg­ir Davies. Þrátt fyr­ir að breski her­inn hafi flogið yfir búðirn­ar var hon­um ekki gert að varpa sprengj­um á þær. 

Þeir (banda­menn) vissu hvað var að ger­ast hérna en þeir gerðu ekk­ert vís­vit­andi, seg­ir Dav­id Lenga, 93 ára gam­all gyðing­ur, þar sem hann stóð við gadda­vírs­girðing­una í Auschwitz þar sem fréttamaður AFP ræddi við hann. Hann seg­ir mik­il­væg­ast að mennta og fræða um af­leiðing­ar þess þegar illsk­an fær að vaxa óhindrað. 

Angela Orosz Richt er sennilega yngst eftirlifenda en hún fæddist …
Ang­ela Orosz Richt er senni­lega yngst eft­ir­lif­enda en hún fædd­ist í des­em­ber 1944 í Auschwitz. AFP

Ang­ela Orosz, sem er 75 ára göm­ul og býr í Montreal, er senni­lega sú yngsta í hópi eft­ir­lif­enda sem taka þátt í at­höfn­inni í dag en móðir henn­ar fæddi hana í  Auschwitz-Bir­kenau í des­em­ber 1944.

„Ég ólst upp við að skoða mynd­ir af ætt­ingj­um og þegar ég spurði um þá var svarið: „Hann er dá­inn, hún er dáin. Þegar ég varð eldri var mér sagður sann­leik­ur­inn. Að þau hefðu verið myrt.“

Í sam­tali við Guar­di­an bæt­ir hún við: „Ég hélt því alltaf fram við börn­in mín að ég þjáðist ekki af áfall­a­streiturösk­un eft­ir dvöl­ina hérna þangað til dótt­ir mín spurði hvers vegna við skræld­um aldrei kart­öfl­urn­ar og hent­um hýðinu líkt og aðrar fjöl­skyld­ur gerðu. Því móðir mín lifði senni­lega af vegna kart­öflu­hýðis­ins sem hún borðaði og vegna krafts­ins úr því var hún fær um að eign­ast mig og ég lifði af,“ seg­ir Orosz.

Móðir henn­ar var svo vannærð að fanga­verðirn­ir vissu ekki að hún væri þunguð. Þrátt fyr­ir það tókst henni að ganga með í níu mánuði en Ang­ela var aðeins rúm­ar 2 merk­ur þegar hún fædd­ist. Hún fædd­ist 21. des­em­ber 1944, aðeins nokkr­um vik­um eft­ir að búðirn­ar voru frelsaðar. Móðir henn­ar hafði verið flutt í fanga­búðirn­ar hálfu ári áður frá Ung­verjalandi. 

Gyðinga­hat­ur og of­beldi gegn minni­hluta­hóp­um varð til þess að hún var enn ákveðnari en áður að segja sögu fjöl­skyld­unn­ar.  

Móðir henn­ar kom til Auschwitz 25. maí 1944 og hún var send í skál­ann þar sem lækn­ir búðanna, Jos­ef Meng­ele, þekkt­ur und­ir heit­inu „eng­ill dauðans“ geymdi tví­bura sem hann notaði við rann­sókn­ir sín­ar.

„Hún notaði hvað sem var til þess að hylja mig en hún faldi mig,“ seg­ir Orosz.  „Henn­ar mesti ótti var, þegar hún þurfti fara út og vera við nafnakalla, að rott­urn­ar myndu éta mig og hún fyndi mig ekki þegar hún kæmi aft­ur. Það er krafta­verk Guðs að henni tókst að vera með mig á brjósti því hún drakk aðeins vatn en samt kom mjólk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert