Reiði vegna 12 tilnefninga J'accuse

AFP

Tólf til­nefn­ing­ar kvik­mynd­ar Rom­an Pol­anski, J'accu­se eða Ég ákæri, til frönsku Cés­ar-verðlaun­anna í gær hafa vakið mikla reiði í Frakklandi. 

Kvik­mynd Pol­anskis hlýt­ur m.a. til­nefn­ing­ar fyr­ir bestu kvik­mynd, leik­stjóra, leik­ara í aðal­hlut­verki (Jean Duj­ar­din), hand­rit byggt á áður út­gefnu efni, klipp­ingu, kvik­mynda­töku, bún­inga­hönn­un og frum­samda tónlist.

Roman Polanski flúði til Frakklands frá Bandaríkjunum.
Rom­an Pol­anski flúði til Frakk­lands frá Banda­ríkj­un­um. AFP

Kvik­mynd­in hlaut silf­ur­verðlaun á kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um í fyrra þar sem hún var heims­frum­sýnd. Formaður frönsku kvik­mynda­aka­demí­unn­ar, Alain Terzi­an, hef­ur látið þau um­mæli falla að aka­demí­an taki ekki siðferðis­lega af­stöðu í til­nefn­ing­um sín­um og vís­ar til þess að Pol­anski nauðgaði 13 ára stúlku í Banda­ríkj­un­um árið 1977 og vilja Banda­ríkja­menn fá hann fram­seld­an.

AFP

Talskona frönsku femín­ista­sam­tak­anna, Osez le Fém­in­is­me, Cél­ine Piqu­es, seg­ir í viðtali við frönsku sjón­varps­stöðina LCI að hún sé í áfalli yfir val­inu. Að þeir 400 kvik­mynda­sér­fræðing­ar sem koma að val­inu skuli hafi veitt Pol­anski 12 til­nefn­ing­ar. „Tólf er einnig tala kvenna sem hafa sakað Rom­an Pol­anski um nauðgun. Þetta snýst ekki um siðferðis­lega af­stöðu held­ur rétt­læti.“ 

Frétt BBC

AFP

Í kvik­mynda­gagn­rýni Karls Blön­dals í Morg­un­blaðinu í dag er fjallað um mynd­ina en hún er sýnd á franskri kvik­mynda­hátíð sem nú stend­ur yfir í Bíó Para­dís.

Þar seg­ir meðal ann­ars: Í mynd­inni eru karl­ar í nán­ast öll­um hlut­verk­um að frá­tal­inni hjá­konu Picquarts, sem Emm­anu­elle Seigner, eig­in­kona Pol­anskis, leik­ur.

Pol­anski ger­ir mynd­ina um mál Dreyfus ekki í tóma­rúmi og um­mæli hans um að hann sjái sjálf­an sig í hinum franska for­ingja hafa verið gagn­rýnd harka­lega.

Pol­anski játaði að hafa nauðgað 13 ára stúlku í Banda­ríkj­un­um árið 1977 gegn því að fá væg­ari dóm en ella. Hann flúði hins veg­ar til Frakk­lands eft­ir að hafa setið inni í 42 daga þegar dóm­ar­inn virt­ist ætla að end­ur­skoða sam­komu­lagið og dæma hann til þyngri refs­ing­ar. Hann hef­ur ekki getað snúið aft­ur til Banda­ríkj­anna síðan og Banda­ríkja­menn vilja enn fá hann fram­seld­an.

„Í sög­unni sé ég stund­um augna­blik, sem ég hef reynt sjálf­ur, ég sé sama ásetn­ing­inn um að af­neita staðreynd­um og for­dæma mig fyr­ir hluti sem ég hef ekki gert,“ sagði Pol­anski í viðtali sem birt var áður en mynd­in var sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um, þar sem hún var val­in næst­besta mynd­in.

Þóttu um­mæl­in yf­ir­gengi­leg og smekk­laus. Voru mót­mæli við kvik­mynda­hús bæði í Par­ís og Brus­sel þegar mynd­in var tek­in til sýn­inga þar og franska kvik­mynda­aka­demí­an íhugaði að vísa hon­um á dyr (án þess þó að gera það).

Um það leyti sem Ég ákæri var frum­sýnd í fyrra komu fram nýj­ar ásak­an­ir á hend­ur hon­um. Fransk­ur ljós­mynd­ari, Valent­ine Monnier, sagði að Pol­anski hefði nauðgað henni á herrag­arði sín­um í Sviss árið 1975 þegar hún var 18 ára og barið sig til und­ir­gefni. Sagði hún að sam­an­b­urður Pol­anskis við Dreyfus hefði orðið þess vald­andi að hún ákvað að stíga fram.

Pol­anski vís­ar þeim ásök­un­um Monnier al­farið á bug, en þær urðu hins veg­ar til þess að hætt var við viðtöl við hann í til­efni af mynd­inni, eða viðtöl, sem höfðu verið tek­in, voru ekki birt.

 Á að dæma verk af gerðum höf­und­ar­ins?

Spurn­ing­in um hvort dæma eigi lista­verk af gerðum lista­mann­anna, hvort bæk­ur Peters Hand­kes verði einskis virði vegna þess að hann gerði lítið úr stríðsglæp­um Serba eða taka eigi niður mynd­ir Pauls Gaugu­ins vegna þess að hann nídd­ist á ung­lings­stúlk­um í Frönsku-Pó­lý­nes­íu, verður seint til lykta leidd.

Það er ógern­ing­ur að leiða þessi mál Pol­anskis hjá sér þegar horft er á mynd­ina og Pol­anski á mikla sök á því sjálf­ur með um­mæl­um sín­um. Með þeim er hann ekki bara að líkja sér við mann­inn, sem þrátt fyr­ir flekk­laus­an fer­il var sak­laus dæmd­ur til að dúsa einn á Djöfla­eynni vegna þess að hann var gyðing­ur. Und­ir­liggj­andi er að hann hafi af sömu ástæðum verið of­sótt­ur flóttamaður. Ég ákæri er góð mynd þótt hún missi aðeins ferð þegar á líður og Pol­anski fer að kepp­ast við að hnýta lausa enda, en það er erfitt að horfa á hana án þess að finna til ónota vegna sam­heng­is­ins sem leik­stjór­inn set­ur verk sitt í. Það seg­ir hins veg­ar sína sögu að hvað sem öllu líður var Ég ákæri mest sótta mynd­in í Frakklandi á liðnu ári og í gær var til­kynnt að hún hefði fengið flest­ar til­nefn­ing­ar til Ces­ar-verðlaun­anna eins og franski Óskar­inn kall­ast, tólf alls,“ seg­ir í gagn­rýni Karls Blön­dals í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert