Samkvæmt fyrstu tölum úr forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum hlaut Pete Buttigieg flest atkvæði frambjóðendanna, eða 26,9%. Hann hefur þó sagst tortrygginn gagnvart niðurstöðunum, enda hefur birting þeirra tafist um tæplega sólarhring vegna tækniörðugleika.
Bernie Sanders er ekki langt á eftir Buttigieg með 25,1% atkvæða. Þau Elisabeth Warren og Joe Biden fá svo 18,3% og 15,6% atkvæða samkvæmt þessum fyrstu tölum, sem telja 62% atkvæðanna.
Vel er fylgst með þessu fyrsta ríki í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, en þær eru gjarnan sagðar segja til um hver verði forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.
Þrátt fyrir að enn væri beðið eftir niðurstöðunum höfðu bæði Buttigieg og Sanders lýst yfir sigri í ríkinu.