„Sláandi ójöfnuður“ á Spáni

„Spánn er að bregðast fólki sem lifir í fátækt sem …
„Spánn er að bregðast fólki sem lifir í fátækt sem mælist ein sú versta sem gerist innan Evrópusambandsins.“ AFP

Sér­fræðing­ur Sam­einuðu þjóðanna seg­ir fjölda fá­tækra á Spáni skelfi­lega mik­inn og stjórn­völd séu að bregðast sín­um fá­tæk­ustu þegn­um með al­var­leg­um hætti. 

Phil­ip Al­st­on, sér­fræðing­ur SÞ í sára­fá­tækt og mann­rétt­ind­um, hafði ný­lokið við 12 daga rann­sókn­ar­leiðang­ur um Spán þegar hann lét þessi um­mæli falla. Sagðist hann hafa ferðast um svæði á Spáni sem marg­ir Spán­verj­ar myndu ekki þekkja sem hluta af sínu eig­in landi.

Fá­tækt­in sú versta sem ger­ist inn­an ESB

„Spánn er að bregðast fólki sem lif­ir í fá­tækt, sem mæl­ist ein sú versta sem ger­ist inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði Al­st­on. Jafn­framt væri ójöfnuður meðal íbúa Spán­ar slá­andi.

Philip Alston, sérfræðingur SÞ í sárafátækt og mannréttindum.
Phil­ip Al­st­on, sér­fræðing­ur SÞ í sára­fá­tækt og mann­rétt­ind­um. AFP

Al­st­on sagðist þó sjá ljós í myrkr­inu vegna nýrr­ar, vinst­ris­innaðrar rík­is­stjórn­ar lands­ins, og staðfestu henn­ar um að ná fram jafn­rétti í sam­fé­lag­inu.

Á blaðamanna­fundi að loknu ferðalagi sínu um Spán lýsti Al­st­on því hvernig hann hitti fólk sem bjó á ruslahaug­um, fólk sem barðist við að vera borið út af heim­il­um sín­um eða átti í vand­ræðum með að eiga fyr­ir kynd­ingu og mat, og aðflutt­um verka­mönn­um sem lifðu við ein þau verstu skil­yrði sem hann hafði nokk­urn tím­ann séð.

„Sú mikla fá­tækt sem fyr­ir­finnst á Spáni ber aug­ljós merki póli­tískra ákv­arðana sem tekn­ar hafa verið und­an­far­inn ára­tug.“

Þeir fá­tæk­ustu orðið eft­ir

Spánn fór ekki var­hluta af efna­hags­hrun­inu árið 2008 og efna­hags­leg lægð var þar ríkj­andi næstu fimm ár. Efna­hags­lífið tók þó við sér að nýju árið 2013 og æ síðan hef­ur lands­fram­leiðsla Spán­ar verið á við önn­ur Evr­ópu­lönd.

Marg­ir hafa þó orðið eft­ir í þess­um vexti efna­hags­lífs­ins á Spáni, og sam­kvæmt skýrslu SÞ er at­vinnu­leysi og hús­næðis­vandi mik­ill, auk þess sem fé­lags­mála­kerfið sinn­ir hlut­verki sínu illa.

Einn af hverj­um fjór­um Spán­verj­um á á hættu að lenda í fá­tækt og sam­fé­lags­legri út­skúf­un, á meðan Evr­ópu­sam­bandsmeðaltalið er einn af hverj­um fimm. Þá mæl­ist at­vinnu­leysi á Spáni 13,78%, sem er ríf­lega tvö­falt meira en meðal­at­vinnu­leysi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert