Stálu sorpi fyrir milljarða og fluttu úr landi

Spænska lögreglan hefur handtekið 42 vegna umfangsmikils smygls á sorpi …
Spænska lögreglan hefur handtekið 42 vegna umfangsmikils smygls á sorpi frá Madríd til Suðaustur-Asíu. Ljósmynd/Guardia Civil

Spænska her­lög­regl­an hand­tók ný­lega 42 manns vegna um­fangs­mik­ils smygls á sorpi frá Madríd til Suðaust­ur-Asíu. Fólkið er grunað um um­hverf­is­glæpi og pen­ingaþvætti og er sakað um að hafa stolið papparusli sem kostaði borg­ar­yf­ir­völd um 16 millj­ón­ir evra í tekj­ur, eða sem nem­ur rúm­um 2,2 millj­örðum króna. 

Á mynd­skeiði sem Europol hef­ur birt má sjá þegar fólk kaf­ar eft­ir papparusli í þar til gerðum tunn­um í borg­inni og flyt­ur það í sendi­bíla þaðan sem því er ekið á brott. Rann­sókn­in, sem er sam­starfs­verk­efni spænsku her­lög­regl­unn­ar, Europol og embætti sak­sókn­ara á sviði um­hverf­is- og borg­ar­mála, beind­ist að einu til­teknu fyr­ir­tæki í borg­inni sem sér­hæf­ir sig í sorp­hirðu. 

Fyr­ir­tækið hef­ur í fimm ár blandað sam­an sorpi sem safnað er sam­kvæmt regl­um og sorpi sem safnað er með ólög­mæt­um hætti og flutt það út til Suðaust­ur-Asíu, aðallega Kína, Ind­lands, Indó­nes­íu og Suður-Kór­eu. 

Rann­sókn­in leiddi meðal ann­ars í ljós að 9.300 tonn af papp­ír hafa verið flutt úr landi að and­virði 2,3 millj­ón­ir evra, eða sem nem­ur rúm­um 375 millj­ón­um króna. Þá kom lög­regl­an upp um 278 ólög­leg­ar vöru­send­ing­ar af papparusli eða um 67 þúsund tonn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert