Hægt að fylgjast með útbreiðslu veirunnar

Hér má sjá útbreiðslu kórónuveirunnar sem á upptök sín í …
Hér má sjá útbreiðslu kórónuveirunnar sem á upptök sín í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði. Skjáskot/Kort

Alls hafa 910 látist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar 2019-nCOV og 40.573 eru smitaðir. Eins og áður eru langflest smit í Kína, eða rúmlega 40 þúsund. 3.497 manns hafa jafnað sig að fullu af veikindunum.

Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa út­búið gagn­virkt kort þar sem hægt er að fylgj­ast með út­breiðslu kór­ónuveirunn­ar. Kortið má nálgast hér en það er uppfært reglulega.

Þar má meðal annars sjá útbreiðslu veirunnar. Tilfelli vegna hennar hafa komið upp í Frakklandi, Bretlandi, Rússlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svíþjóð og á Spáni.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að þarlend stjórnvöld lýsi útbreiðslunni sem alvarlegri ógn við lýðheilsu í landinu. Alls eru átta staðfest tilfelli í Bretlandi og eru smitaðir í sóttkví á spítala í London. 

Þar í landi geta heilbrigðisyfirvöld skikkað fólk sem greinist með veiruna í sóttkví en stjórnvöld hyggjast grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.

Heilbrigðisstarfsmenn í Kína.
Heilbrigðisstarfsmenn í Kína. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert