„Hver kýs mann sem elskar að kyssa manninn sinn?“

Pete Buttigieg, sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, er …
Pete Buttigieg, sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, er stoltur af hjónabandi sínu og eiginmanni. AFP

Kynhneigð Pete Buttigieg, sem sækist eftir því að vera forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er orðin að umtalsefni í kosningabaráttunni eftir að útvarpsþulur velti upp þeirri spurningu hvort kjósendur myndu velja mann „sem elskar að kyssa eiginmann sinni á sviði“. 

Rush Limbaugh sagði í þætti sínum, sem milljónir hlusta á, að demókratar þurfi að átta sig á því að Bandaríkin séu enn ekki tilbúin til að kjósa samkynhneigðan karlmann. Ekki er vika liðin síðan Limbaugh hlaut frelsisverðlaun Bandaríkjaforseta. 

Útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh veitir frelsisverðlaunum Bandaríkjaforseta viðtöku frá Melaniu Trump, …
Útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh veitir frelsisverðlaunum Bandaríkjaforseta viðtöku frá Melaniu Trump, forsetafrú. Nokkrum dögum seinna sagði hann Bandaríkin ekki tilbúin fyrir samkynhneigðan forseta. AFP

Buttigieg er 38 ára og aldur hans er tölu­vert til um­fjöll­un­ar en hann yrði fyrsti for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem myndi taka við for­seta­embætt­inu áður en hann verður fer­tug­ur. En hann yrði ekki ein­göngu yngsti for­seti Banda­ríkj­anna held­ur yrði hann einnig fyrsti op­in­ber­lega sam­kyn­hneigði for­set­inn. 

Buttigieg hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Limbaugh en sagði á samkomu Las Vegas í gær að hann væri stoltur af hjónabandi sínu og eiginmanni. Starfsfólk kosningaherferðar hans hefur neitað að tjá sig um ummælin. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður í viðtali í gær hvort hann gæti hugsað sér að veita samkynhneigðum frambjóðanda atkvæði sitt. 

„Ég held það,“ svaraði forsetinn, „Ég held að einhverjir myndu ekki gera það, en ég tilheyri ekki þeim hópi, í fullri hreinskilni.“ Trump telur ekki að kynhneigð Buttigieg skaði framboð hans. 

Bandaríkjamönnum sem eru hlynntir samkynja hjónaböndum fer fjölgandi. Samkvæmt skoðanakönnun Pew Research frá því í sumar er 61% þjóðarinnar hlynnt samkynja hjónaböndum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert