Rússar reyni að tryggja endurkjör Trump

Spurður um fregnirnar af afskiptum Rússa sagði forsetinn að um …
Spurður um fregnirnar af afskiptum Rússa sagði forsetinn að um væri að ræða aðra herferð villandi upplýsinga og blekkinga, sem hafin hefði verið af andstæðingum hans í Demókrataflokknum. AFP

Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar reyni að tryggja endurkjör Donalds Trump í embætti forseta í forsetakosningunum í nóvember.

Á fundi leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings 13. febrúar síðastliðinn mun hafa komið fram að Rússar væru þegar farnir að hafa afskipti af kosningunum, að því er bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá, en Trump sagði yfirmanni leyniþjónustumála í Hvíta húsinu upp störfum viku síðar.

Spurður um fregnirnar af afskiptum Rússa sagði forsetinn að um væri að ræða aðra herferð villandi upplýsinga og blekkinga, sem hafin hefði verið af andstæðingum hans í Demókrataflokknum.

Frétt CNN 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert