Kórónuveiran gæti bjargað villtum dýrum

Kínversk yfirvöld hafa bannað neyslu á hreisturdýri. Dýrið er villt …
Kínversk yfirvöld hafa bannað neyslu á hreisturdýri. Dýrið er villt og er í útrýmingarhættu en neysla á því viðgengst víða í Kína og Asíu. AFP

Útbreiðsla kórónuveirunnar gæti bjargað hreisturdýrum og öðrum villtum dýrum í útrýmingarhættu. Upptök veirunnar í Wuhan í Kína eru rakin til neyslu á kjöti villtra dýra og berast böndin að hreisturdýrinu. Stjórnvöld í Beijing í Kína hafa þegar bannað að selja og borða hreisturdýr til að koma í veg fyrir smit. 

Þrátt fyrir að hreisturdýrið sé í útrýmingarhættu og strang­lega bannað að veiða það samkvæmt alþjóðalög­um, því stofn þeirra er á lista yfir viðkvæm dýr, viðgengst að drepa þau og borða. Í Kína og í stærstum hluta Asíu þykja hreisturdýr herramannsmatur. 

„Ég fagna banninu, sem sýnir að kínversk stjórnvöld eru tilbúin að breyta þúsund ára gamalli hefð því hún samræmist ekki gildum nútímasamfélags,“ segir Jeff He, formaður alþjóðadýravelferðarsjóðsins. Hann sagðist ennfremur vilja sjá strangari aðgerðir til að uppræta ólöglega verslun með villt dýr en sá iðnaður er sagður velta um 15 billjónum dollara árlega. 

Hreisturdýr er verðlagt hátt á slíkum mörkuðum. Kjöt dýrsins þykir ákaflega ljúffengt og hreistur þess er talið búa yfir lækningamætti. Víða er unnið frygðar­lyf úr hreistrinu.  

Kínversk stjórnvöld gripu til sambærilegra aðgerða fyrir nokkrum árum þegar SARS-veiran braust út í Kína upp úr 2000. Þá var gripið til þess að banna verslun og neyslu á villtum dýrum, meðal annars leðurblökum og snákum. Hins vegar féll allt í sama farið aftur þegar veiran var gengin yfir.   

Frétt CBS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert