Tyrkir hætta að loka landamærum til Evrópu

Sýrlendingar biðja fyrir tyrknesku hermönnunum sem týndu lífi í loftárásinni.
Sýrlendingar biðja fyrir tyrknesku hermönnunum sem týndu lífi í loftárásinni. AFP

Tyrk­land mun ekki leng­ur loka landa­mær­um sín­um fyr­ir flótta­mönn­um sem vilja fara þaðan til Evr­ópu. Hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður greindi frétta­stofu AFP frá þessu í dag, skömmu eft­ir að 33 tyrk­nesk­ir her­menn voru drepn­ir í loft­árás í Norður-Sýr­landi. 

„Við mun­um ekki leng­ur hafa dyrn­ar lokaðar fyr­ir flótta­menn sem vilja fara til Evr­ópu,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn sem kaus að halda nafni sínu leyndu. 

Nærri 300 flótta­menn, þar á meðal sýr­lensk­ir flótta­menn eru nú þegar komn­ir til Ed­ir­ne héraðsins sem ligg­ur að landa­mæt­um Grikk­lands, og stefna að því að kom­ast til Evr­ópu. 

Ann­ar hóp­ur flótta­manna kom á strend­ur Ay­vacik í Canakka­le héraði í vest­ur­hluta Tyrk­lands ný­verið. Hóp­ur­inn miðar að því að fara til grísku eyj­ar­inn­ar Les­bos með bát­um. 

3,6 millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna í Tyrklandi

Í Tyrklandi haf­ast nú þegar við um 3,6 millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna en yf­ir­völd þar í landi ótt­ast að fleiri komi til lands­ins. Þar vex andúð í garð flótta­fólks, sér­stak­lega sýr­lensks flótta­fólks eft­ir áður­nefnda loft­árás sem sýr­lensk­um stjórn­völd­um hef­ur verið kennt um.

Fahrett­in Alt­un, helsti talsmaður Receps Tayyips Er­dog­ans, for­seta Tyrk­lands, sakaði Bash­ar al-Assad, for­seta Sýr­lands, um að stunda þjóðern­is­hreins­an­ir og reyna að reka millj­ón­ir Sýr­lend­inga frá sýr­lensku borg­inni Idlib. Það gerði Alt­un á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter í dag.

„Þetta fólk reyn­ir að flýja til Tyrk­lands og Evr­ópu. Í Tyrklandi eru nú þegar tæp­ar fjór­ar millj­ón­ir flótta­fólks og við höf­um ekki tök á að hleypa ann­arri millj­ón þeirra inn í landið. Innviðir okk­ar eru ein­fald­lega ekki til þess gerðir“, skrifaði Alt­un. 

Grikk­land og aðrar Evr­ópu­sam­bandsþjóðir ótt­ast einnig stríðan straum flótta­fólks frá Sýr­landi. Árið 2015 kom þangað um millj­ón sýr­lenskra flótta­manna áður en sam­komu­lag náðist við Tyrki um að stjórna straumn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert