Hvetur til stillingar við landamæri Tyrklands

Brynvarðir bílar héldu af stað í bílalest frá Tyrklandi.
Brynvarðir bílar héldu af stað í bílalest frá Tyrklandi. AFP

Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) hvetur til stillingar við landamæri Tyrklands eftir að Tyrkir opnuðu landa­mær­in sín fyrir helgi. Af því tilefni sagði Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, að Evr­ópa yrði að taka ábyrgð á sín­um hluta af flótta­manna­byrðinni.

Fjölmargir flóttamenn hafa þegar haldið yfir landamæri Tyrklands til Grikklands. Flóttamannastofnunin ítrekar að stjórnvöld grípi ekki til aðgerða sem eru til þess fallnar að auka á vanda fólks sem er í slæmri stöðu fyrir.  

Frá því landamærin opnuðu höfðu um 1.200 flóttamenn farið yfir til Grikklands í gær og í morgun. Það eru mun fleiri en hafa farið þangað yfir undanfarið. Birgðir af mat, þurrum fötum og teppum eru uppurnar. Beðið er eftir frekari varningi á Lesvos, Chios og Samos í Grikklandi. 

Grikkland og önnur ríki í Evrópu mega ekki ein takast á við flóttamannastrauminn.  

Í Tyrklandi haf­ast nú þegar við um 3,6 millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna en yf­ir­völd þar í landi ótt­ast að fleiri komi til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert