Allt með „frekar kyrrum kjörum“ í Idlib

Samkomulag um vopnahlé náðist á fundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og …
Samkomulag um vopnahlé náðist á fundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í gær. AFP

Vopna­hlé tók gildi í borg­inni Idlib í norður­hluta Sýr­lands á miðnætti að staðar­tíma, eða klukk­an tíu í gær­kvöldi að ís­lensk­um tíma. Allt hef­ur verið með „frek­ar kyrr­um kjör­um“ frá því vopna­hléið tók gildi sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­un­um Syri­an Observatory for Hum­an Rights. 

Í til­kynn­ingu sam­tak­anna seg­ir að Sýr­lend­ing­ar og Rúss­ar hafi hætt öll­um loft­árárás­um á miðnætti. Árás­um á upp­reisn­ar­sveit­ir í Al­eppo og Hama hef­ur hins veg­ar ekki linnt á jörðu niðri. 

Sam­komu­lag um vopna­hlé náðist á fundi Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta og Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta í gær. Fund­ur for­set­anna varði í sex klukku­stund­ir og lauk með sam­komu­lagi. 

Eyðileggingin í Idlib er gríðarleg. Um þriðjungur þessa bæjar í …
Eyðilegg­ing­in í Idlib er gríðarleg. Um þriðjung­ur þessa bæj­ar í suður­hluta Idlib-héraðs er gjör­eyðilagður eft­ir átök síðustu mánaða. Gervi­hnatta­mynd/​Digital Globe

33 tyrk­nesk­ir her­menn voru drepn­ir í loft­árás í Norður-Sýr­landi á dög­un­um. Sýr­lenski stjórn­ar­her­inn reyn­ir að ná yf­ir­ráðum í Idlib-héraði af upp­reisn­ar­hóp­um sem Tyrk­ir styðja við og hafa hörð átök staðið þar und­an­farn­ar vik­ur sem hafa leitt til þess að næst­um millj­ón al­mennra borg­ara hef­ur þurft að leggja á flótta frá heim­il­um sín­um.

Vopna­hléið fel­ur meðal ann­ars í sér ákvæði um sex kíló­metra breitt ör­ygg­is­svæði báðum meg­in við þjóðveg­in sem teng­ir borg­irn­ar Latakia og Al­eppo, en báðar eru á valdi sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins. Rúss­ar og Tyrk­ir fara með sam­eig­in­legt eft­ir­lit á þessu svæði frá og með 15. mars sam­kvæmt skil­mál­um vopna­hlés­ins. 

Er­dog­an seg­ir þó að Tyrk­ir áskilji sér rétt til að svara öll­um árás­um sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins af fyllstu hörku, komi til þeirra á meðan vopna­hléið stend­ur.

Vopnahlé hófst í Idlib á miðnætti.
Vopna­hlé hófst í Idlib á miðnætti. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert